Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 58
56
Stjórnskipulag Iielztu landa
Sovét-Kússland
Þjóðhöfðingi: Nikolai Mikhailovich Shvernik forseti.
Þinginu er skipt í tvær deildir, sem báðar eru jafn-
réttháar, þ. e. Sambandsþingið með 647 þingmenn og
Þjóðþingið með 713 þingmenn. Bæði þingin eru kosin
méð beinum kosningum til 4 ára í senn og eru kölluð
saman tvisvar á ári. Ráðstjórnin samanstendur af 49
ráðherrum og hefur æðsta vald í ríkinu. Forseti ráð-
stjórnar: Joseph Vissarionovich Stalín. Aðrir helztu
meðlimir: V. M. Molotov, utanríkisráðherra, L. M.
Kaganovich, samgöngumálaráðherra, L. P. Beria, inn-
anríkisráðherra. Kommúnistaflokkurinn er eini flokk-
urinn, sem leyfður er. Æðsta valdið er í höridum
flokksþingsins, sem kallað er saman þriðja hvert ár. Það kýs svo aftur
miðstjórnina, sem þekkt er undir nafninu Politbureaú, sem samanstendur
af 14 meðlimum, þ. á. m. J. Stalín, V. M. Molotov, L. P. Beria og G. M.
Malenkov. Vegna hinnar stjórnmálalegu einokunaraðstöðu Kommúnista-
flokksins má líta á Politbureau sem seðsta vald landsins.
Spánn
Þjóðhöfðingi: Francisco Francó og Baharmonde
hershöfðingi. Meðlimir þingsins (cortés) eru að mestu
leyti skipaðir af stjórninni. Falangista-flokkurinn
(Falange Espanola) er eini flokkurinn, sem leyfður
er, en innan hans eru fjórar helztu hreyfingarnar:
Hinir fasistisku Falangistar, íhaldsmenn, Carlistar og
konungssinnar. Forsætisráðherra: Franco hershöfð-
ingi. Utanríkisráðherra: Alberto Martin Artajo.
Sviss
Þjóðhöfðingi: Dr. Philipp Etter, sambandsforseti.
Sambandsþinginu er skipt í ríkisþing og þjóðþing..
Helztu flokkar: Sósíaldemókratar með 54 þingmenn í þjóðþinginu, Lýð-
ræðislegi framsóknarflokkurinn’47, katólski ihaldsflokkurinn 43 þingmenn.
Ríkisstjórnin (sambandsráðið) er myndað af katólskum íhaldsmönnum
(2 ráðherrar), lýðræðislega framsóknarflokknum (3 ráðherrar) og sósíal-
demókrötum (1 ráðherra).
F. Franco
einræðisherra.
Tékkóslóvakía
Þjóðhöfðingi: Klement Gottwald, forseti. Kommúnistar mega heita
alráðir í samsteypu margra flokka, sem fer méð völd eftir að hún fékk
89% atkvæða við kosningar 1948. Forsætisráðherra er Antonin Zapototcky.