Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 59
Stjórnskipulag helztu landa
57
Tyrkland
Þjóðhöfðingi: Ismet Inönu hershöfðingi, forseti.
Flokkaskiptingin í þjóðþinginu: Lýðveldisflokkurinn
396 þlngmenn, Lýðræðisflokkurinn 60, og aðrir flokkar
9. Porsætisráðherra: Saka Pasha (Lýðveldisfl.).
Ungvcrjaland
Þjóðhöfðingi: Atpad Szakasits, forseti. Þingið er
setið af 420 þingmönnum. Við kosningarnar 31. ágúst
1947 urðu kommúnistar hæstir og fengu rúmlega 27%
af þingmönnum. Atkvæðamagn flokkanna og þing-
mannafjöldi er þessi: Kommúnistar 1,082,592 atkv.
93 þingm. Alþýðuflokkurinn (katólskir) 805,450 atkv.
65 þingm. Smábændaflokkurinn 757,082 atkv. 65 þingm. Sósíaldemókratar
■732,178 atkv. 62 þingm. Óháði flokkurinn (Zoltan Pfeiffer) 718,193 atkv.
57 þingm. Þjóðlegi bændaflokkurinn 435,170 atkv. 38 þingm. Óháði lýð-
ræðisflokkurinn (séra S. Balowgh) 256,396 atkv. 19 þingm. Róttæki flokk-
urinn 93,278 atkv. 6 þingm. Kristilegi kvennaflokkurinn 67,792 atkv. 4
þingm. Borgaralegl lýðræðisflokkurinn 48,055- atkv. 3 þingm, Samsteypu-
stjórn mynduð af kommúnistum, sósíaldemókrötum og smáflokkum. For-
sætisráðherra: Lajos Dinnyes. Varaforsætisráðherra: Matyas Rakosi.
Ismet Inönu
forseti.
U. S. A. (Bandariki Norður-Ameríku)
Þjóðhöfðingi: Harry S. Truman, forseti (Demó-
kratafl.). Þinginú er skipt í öldungaráð og fulltrúa-
deild. Úr öldungaráðinu gengur % þingmanna annað
hvert ár. Hvert ríki sendir 2 fulltrúa í það. í full-
trúadeildina er kosið á tveggja ára fresti. Úrslit kosn-
inganna 5. nóv. 1946: Öldungaráöið: Republikanar 51.
Demókratar 45. Samt. 96. Fulltrúadeildin: Republik-
anar 245. Demókratar 187. Verkamannafl. 1. Samt.
433. Forseti öldungaráðsins: Arthur H. Vandenberg
(Rep.). Formaður fulltrúadeildar: Joseph W. Martin
(Rep.). Stjórninni, sem skipuð er beint af forseta, án
samþykkis þingsins, hefur verið gjörbreytt eftir fráfall
Roosevelts. Samanstendur hún eingöngu af demókrötum. Helztu ráðherrar:
Georg C. Marshall utanríkisráðherra, John W. Snyder fjármálaráðherra,
James V. Forrestal landvarnamálaráðherra, og Julius A. Krug innanríkis-
ráðherra. — Forsetakosningar fara fram í nóvember 1948, og eru þessir
helztu frambjóðendur: Harry S. Truman (demókrati), Thomas E. Dewey
(republikani), Henry A. Wallace (frjálslyndi fl.), Norman Thomas (jafn-
aðarmaður).
H. S. Truman
forseti.