Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 61
Alþjóffasamtök
59
Stofnað í maí 1946 í Washington á fundi, sem boöað var til af PAO.
Markmið: Að sjá um jafna skiptingu á þeim matvælum, sem til eru
í ýmsum löndum, þangað til landbúnaðarframleiðslan er komin í
réttar skorður aftur.
Forstjóri: Dr. A. Fitzgerald.
= Internationai Labour Organization = Alþjóðasamband verkamanna.
Var stofnað 11. apríl 1919, þegar lög þess voru samþykkt sem hluti
af Versaillesfriðarsamningnum. Markmið: Að vinna að varanlegum
friði með því að styðja þjóðfélagslegt réttlæti og vinna með alþjóða-
samtökum fyrir betri vinnuskilyrðum og bættri lifsafkomu almennings.
Einnig að vinna að fjárhagslegu og þjóðfélagslegu jafnrétti.
Forstjóri: Edward Phelan.
Interbank = International Bank for Reconstruction and Development =
Alþjóffabankinn til uppbyggingar og þróunar. Bankinn var stofnaður
27. des. 1945 með samþykkt fulltrúa frá 28 löndum, sem hafði verið
samin á Bretton Woods ráðstefnunni í júlí 1944. Markmið: Að styðja
uppbygginguna og hina þjóðhagslegu þróun í löndum meðlima bank-
ans með því að gera auðveldari lántökur framleiðslu og iðnaðar, að
styðja einkafjárlán til annarra landa, að lána fé til framleiðslu og
iðnaðar af bankans fé, að styðja milliríkjaverzlun og um leið aff
stuðla að jafnrétti í greiðsluskilmálunum.
Forseti bankans: John J. McCloy.
Interfund = International Monetary Fund = Alþjóðagjaldeyrissjóffurinn.
Var stofnaður 27. des. 1945, þegar fulltrúar 30 landa skrifuðu undir
samþykktina sem samin var á Bretton Woods-ráðstefnunni. Markmið:
Að styrkja alþjóða gjaldeyrissamvinnuna, að stuðla að þróun milli-
ríkjaverzlunar, stuðla að stöðugleika í gengi hinna ýmsu gjaldeyra og
vinna að þvi að gjaldeyrishöft verði afnumin.
Forstjóri: Camille Gutt.
IRO = International Refugee Organization = Alþjóffasamband flótta-
manna. Lög þess voru samþykkt af Sameinuðu þjóðunum 15. des.
1946. Þangað til 15 þjóðir hafa afhent aðalritara S. þ. samþykktar-
skjöl, er starf sambandsins í höndum sérstakrar nefndar. Markmið:
Að stuðla að heimsendingu flóttamanna og nauðungarflutts fólks
(displaced persons), að vernda rétt þeirra og ala önn fyrir þeim,
þangað til heimflutningarnir geti átt sér stað.
Bráðabirgða forstjóri: William H. Tuck.
I IO — International Trade Organisation = Alþjóffa verzlunarsambandiff.
Þetta samband, sem ennþá ekki er. byrjað að starfa, hefur það mark-
mið að stuðla að alþjóðaviðskiptum og fjarlægja þær takmarkanir,
sem hindra þau. Samningsuppkast fyrir sambandið var samið af
undirbúningsnefnd, sem kom saman í London í okt.—nóv. 1946. Þessi
nefnd kom aftur saman á ráðstefnu í Genf i apríl til að vinna nánar
að lögum sambandsins.
— International Telecommunication Union = Alþjóffa síma- og