Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 62
60
Alþjóðasamtök
útvarpssambandið. Stofnað 9. des. 1932 í Madrid. Markmið: Að
minnka öryggisleysi, villur og kostnaö við alþjóða ritsíma-, talsíma-
og útvarpsþjónustu.
Porstjóri: P. v. Ernst. ' )
UN = United Nations = Sameinuðu þjóðirnar. Stofnað í San Francisco
26. júní 1945 af 51 þjóð. Nú eru 55 þjóðir meðlimir sambandsins.
Markmið: Að vinna að alþjóða friði og öryggi, að stuðla að vinsam-
legri sambúð hinna ýmsu þjóða, vinna að alþjóöasamvinnu með frið-
samlegri lausn fjárhagslegra, þjóðfélagslegra, menningarlegra og
mannúðarlegra vandamála, að stuðla að virðingu fyrir mannréttindum
og grundvallarfrelsisréttindum til allra, án tillits til þjóðflokks, kyns,
tungu og trúarbragða.
(Sjá grein í H., H. H. 1947).
UNESCO = United Nations Educational, Scientific and Cultural Organi-
zation = Samband Sameinuðu þjóðanna fyrir menntunar-, vísinda-
og menningarlegt starf. Stofnað 16. nóv. 1945, þegar lög þess voru
samþykkt af þingi, sem setið var af fulltrúum 44 þjóða í London.
Markmið: Stuðla að friöi og öryggi með því aö bæta samvinnu þjóð-
anna með aðstoð menntunar, visinda og menningar og þannig skapa
virðingu fyrir réttlætinu, fyrir lögunum, fyrir mannréttindunum og
fyrir frelsisréttindunum, sem gefin hafa verið þjóðunum án tillits
til þjóðflokks, kyns, tungu eða trúarbragða.
Porstjóri: Dr. Julian Huxley.
UNRKA = United Nations Relief and Rehabilitation Administration =
Stjórn Sameinuðu þjóðanna til uppbyggingar og hjálpar.
(Sjá Hvar — Hver ■— Hvað 1947).
UPU = Unlversal Postal Union = Alþjóða póstmálasambandið. Stofnað
9. okt. 1874 á alheims póstmálaráðstefnunni í Bern. Markmið: Að
minnka öryggisleysi, óreiðu og kostnað við alþjóða póstsendingar.
Porstjóri: Alois Muri.
VVFTU = World Federation of Trade Unions = Alþjóðasamband stéttar-
félaga. Stofnað 3. okt. 1945 í Frakklandi. Markmið: Bæta vinnu- og
afkomuskilyrði allra þjóða og skipuleggja og sameina stéttarfélög allra
þjóöa, án tiliits til þjóðflokks, þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmála-
skoðana.
WHO = World Health Organization = Alþjóðasamband um heilbrigðismál. ]
Lög sambandsins voru samþykkt 22. júlí 1946 í New York á hinni
alþjóðlegu heilbrigðismálaráðstefnu, sem var kölluð saman af þjóð-
hags- og þjóðfélagsnefnd S. þ. Þangað til sambandið tekur til starfa
— en það skeöur þegar 26 þjóðir hafa samþykkt lögin — fer sérstök i
nefnd með störf sambandsins. Markmið: Vinna að því að allar mann- ’
eskjur geti náð sem beztri heilbrigði, í þeim skilningi, að heilbrigði
sé ekki aðeins líkamlegt ástand án sjúkdóma, heldur líkamleg, andleg
og þjóðfélagsleg vellíðan.
Forseti hinnar skipuðu nefndar: Dr. Andrija Stampar.