Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 63
Alþjóðastjórnmál
Hin nýja Evrópa — friðarsamningarnir og landamærabreytingarnar
Finnland
PriSarsamningarnir milli Finn-
lands og Sovétríkjanna voru undir-
ritaðir í Paris 10. febrúar 1947. í
þeim voru landamæri þessara
tveggja ríkja ákveðin þau sömu og
í vopnahléssamningnum, sem und-
irritaður var í Moskvu I september
1944. Það er athyglisvert, að Finn-
land gerði engar athugasemdir við
samningana, en öll hin fyrrverandi
óvinaríki Bandamanna — ítalia,
Rúmenía, Ungverjaland og Búlgar-
ía — fundu ástæðu til þess við
Þetta sama tækifæri. Bretaþing
samþykkti samningana 29. marz, en
þing Sovétríkjanna ekki fyrr en 29.
ágúst. Bandaríki Norður-Ameríku
áttu ekki í stríði við Finnland og
þ'irftu þess vegna ekki að sam-
Þykkja samningana.
í friðarsamningunum voru stað-
fest þau landamæri milli Finnlands
°g Sovétríkjanna, sem ákveðin
voru í samningunum eftir vetrar-
styrjöldina 1939—40, þ. e. Finnland
afsalaði Sovétríkjunum Sallahéraði
og karelska eiðinu ásamt Viborg.
I stað Hangösvæðisins, sem Sovét-
ríkin fengu umráð yfir 1940, fengu
þau Porkkalaskaga í nágrenni Hels-
inkiborgar. Mikilvægasta landsvæð-
ið, sem Sovétríkin fengu frá. Finn-
um, er þó vafalaust Petsamohéraðið,
bæði vegna hinna auðugu málm-
náma, sem þar eru, og vegna hafn-
arinnar. Finnland hefur nú engan
aðgang að íshafinu, og Sovétríkin
og Noregur hafa nú enn á ný sam-
eiginleg landamæri.
Samkvæmt friðarsamningunum
er Finnum skylt að eyðileggja víg-
girðingar sinar á Álandseyjum, og
síðast en ekki sízt er þeim gert að
greiða Sovétríkjunum 300 milljónir
dollara í stríðsskaðabætur.
Við friðarsamningana var lögð
áherzla á það af hálfu Finna, að
þeir hefðu í einu og öllu haldið
vopnahlésskilmálana frá 1944, og
var því ekki mótmælt. Það nægði þó
ekki til að Finnum yrði að þeirri von
sinni, að Sovétríkin myndu þá slaka
á kröfum sínum.
Ítalía
Friðarsamningarnir við Ítalíu
voru einnig undirritaðir 1 París 10.
febrúar 1947. Mörg erfið deilumál
urðu að leysast í því sambandi,
vestur-, norður- og austurlanda-
biæri landsins þurftu endurskoðun-
ar við, og síðast en ekki sízt þurfti
að ráðstafa nýlendum þess. Vestur-
landamærin þurftu einungis smá-
vægilegra breytinga við. Frakkland
fær umráð yfir Mt. Cenis-sléttunni,
Mt. Thabor-Chaberton og Tinee-,
Vesuble- og Royadölum. Þessrnn
landamærabreytingum hefur verið
tekið vel af íbúunum á þessu svæði.
Ræður þar mestu um atvinnuleysið
á Ítalíu og vinnuaflsskorturinn í
Frakklandi.
Suður-Tíról fær víðtæka sjálf-
stjórn samkvæmt sérstökum samn-