Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 64
62
Alþjóðastjórnmál
ingi milli Italíu og Austurríkis, en
lýtur stöðugt ítölskum yfirvöldum.
Það er um austurlandamærin,
landamæri Ítalíu og Júgóslavíu, sem
mestar deilur hafa staðið. Trieste-
málið hefur orsakað harðar deilur
milli stórveldanna. Ágreiningur
þeirra kom gleggst í ljós í sambandi
við það, hver skyldi hafa æðstu völd
fríríkisins á hendi. Sovétríkin voru
þeirrar skoðunar, að æðstu völdin
skyldu vera í höndum löggjafarsam-
kundu frírikisins, en vesturveldin
vildu takmarka mjög völd hennar
og fá þau í hendur ríkisstjórans,
en hann átti að vera skipaður af
sameinuðu þjóðunum. Lengi vel
virtist svo sem samkomulag væri
útilokað, en eftir að skoðun vestur-
veldanna hafði fengið % hluta at-
kvæða á þingi sameinuðu þjóðanna,
lét Molotoff undan og gekk inn á
málamiðlunartillögu. Samkvæmt
henni verður Trieste fríríki undir
stjórn öryggisráðsins. í þessu máli
hefur greinilega komið fram, að
Sovétríkin hafa í einu og öllu gætt
hagsmuna Júgóslavíu og stutt kröf-
ur hennar, en vesturveldin látið sér
annara um hag Ítalíu.
Rúmenía, Búlgaría
Eftir fyrri heimsstyrjöldina tóku
Rúmenar héraðið Bessarabíu frá
Sovétríkjunum, þvert ofan í gerða
samninga, en misstu það aftur
ásamt Norður-Búkovinu árið 1940.
Þessi héruð voru enn innlimuð í
Rúmeníu á stríðsárunum seinni, en
féllu aftur undir yfirráð Sovétríkj-
anna við undirritun friðarsamning-
anna, sem einnig fór fram í París
10. febrúar 1947. í staðinn fengu
Rúmenar Transilvaníu, sem þeir
Enn er ekki hægt að fullyrða um
endalok þessa máls, en eins og nú
stendur, hefur Júgóslavía fehgið
Istríuskaga og mestan hluta Venez-
ia Giulia, auk nokkurra eyja í
Adríahafi, Zara og Pelagosa, sem
er sérstaklega mikilvæg frá hern-
aðarlegu sjónarmiði.
Ítalía hefur einnig orðið að af-
saia sér umráðum yfir Tylftareyj-
um til Grikklands, auk allra ný-
lendna sinna, en ekkert samkomu-
lag hefur enn orðið um það, í hvers
hlut þær skuli falla. f samningun-
um eru einnig ákvæði um það, að
ítalska lögreglan og herinn megi
ekki hafa meira en 250,000 manna
innan sinna vébanda, sjóherinn og
loftherinn einungis 25,000 manns
hvor. Mörg beztu herskip ítala falla
einnig í hendur Bandamanna. Öll
hervirki og víggirðingar á landa-
mærunum skulu eyðileggjast. Auk
þess er ítölum gert að greiða Sovét-
ríkjunum, Grikklandi og Júgóslavíu
100 millj. dollara hverju í striðs-
skaðabætur og Abessiníu 25 millj.
dollara.
og Ungverjaland
höfðu fengið frá Ungverjalandi eft-
ir fyrri heimsstyrjöldina, en misstu
aftur á árunum 1938—41. Búlgaríá
fær aftur á móti að halda héraðinu
Suður-Dobrudsju, sem hún fékk frá
Rúmeníu 1940. Að öðru leyti eru
landamærin á Balkanskaga þau
sömu og árið 1938, en öll þessi þrjú
lönd hafa skuldbundið sig til að
greiða Sovétríkjunum, Júgóslavíu
og Grikklandi skaðabætur.
í þessum þrem löndum eru