Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 66
64
Alþjóðastjórnmál
Kína
Þegar Japanar neyddust til að
gefast upp í ágúst—september 1945,
virtist svo um hríð, að loks mundi
unnt að koma á friði í landinu, en
þar hefur í rauninni geisað óslitið
styrjöld síðan 1912, er hinni gömlu
keisarastjórn var steypt af stóli.
Síðan þá hefur landinu verið stjórn-
að af fjölmörgum herforingjum,
sem stöðugt hafa átt í erjum. Síðan
1927, er Sjang Kajsék gerði komm-
únistana útlæga úr kuomintang-
flokknum, hefur verið stöðugur ó-
friður milli stjórnar hans og þeirra.
1931 lagði Japan undir sig Man-
sjúríu, og 1937 réðust herir þess
inn í Kína. Praman af var þeim
lítil mótspyrna veitt, en að lokum
neyddist Sjang Kajsék til að láta
til skarar skríða.
Hann gerði griðasáttmála við
kommúnistana, sem voru undir for-
ystu Mao Tsetung. Það var því von
til þess, að samkomulag tækist með
kommúnistum og kuomintang, þeg-
ar Japanar höfðu verið sigraðir. Svo
varð þó ekki, og hefur borgara-
styrjöld geisað í landinu með stutt-
um hléum síðan um stríðslok. Hefur
gengið á ýmsu. Sjang Kajsék vann
x fyrstu á, tókst að ná höfuðborg
kommúnista, Jenan, á vald sitt, en
svo virðist, sem herir kommúnista
hafi síðan verið í stöðugri sókn. All-
ar fréttir frá átökunum í Kína eru
óljósar, en greinilegt virðist vera,
að kommúnistarnir séu sterkari en
stjórn Sjang Kajséks vill vera láta,
en sjálf á hún við mikla örðugleika
að stríða vegna óstjórnar og öng-
þveitis þess, sem ríkir í atvinnu- og
fjármálum hennar.
Indland
15. ágúst 1947 leið hið indverska
keisaradæmi (Bretakonungur var
keisari Indlands) undir lok. Bi'ezki
herinn, sem eftir sigur Clives við
Plassey árið 1757, hafði ráðið lög-
um í landinu,_ hefxxr nú verið flútt-
ur á burt. Áratuga löng barátta
fyrir sjálfstæði Indlands hefur bor-
ið árangur, en Indland er ennþá
hluti í brezka heimsveldinu, og
Bretar eiga enn mikilla hagsmuna
að gæta í landinu. Mountbatten lá-
varði tókst eftir langar og örðugar
samningaumleitaixir loks að ná
samkomulagi um skiptingu landsins
milli Múhameðstrúarmanna og
Hindúa í tvö sjálfstæö ríki, Pak-
istan og Hindústan. Leiðtogi Mú-
hameðstrúarmanna, Jinnah, er
landstjóri í Pakistan, en Moxmt-
batten í Hindústan. Leiðtogi Hind-
úa, Jahawarlal Nehru, er forsætis-
ráðherra í Hindústan. Pakistan hef-
ur um 100 millj. íbúa, og er þannig
eitt fjölmennasta ríki heims. Að
flatarmáli er það mun minna en
Hindústan, og auk þess liggja ekki
öll lönd þess saman. Enn eru stöð-
ugar óeirðir milli Hindúa og Mú-
hameðstrúarmanna, enda þótt for-
ingjar beggja hafi hvatt til friðar.
Óeirðir hafa verið sérstaklega mikl-
ar i Punjabhéraði, en því var skipt
á milli ríkjanna.
Flest hinna 532 furstadæma i
Indlandi hafa gengið inn í annað
hvort ríkið, en nokkur þeirra stærstu
og auðugustu eru utan þeirra, þ. á.
m. Kasjmir og Hyderabad.