Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 67
Alþjóðastjórnmál
65
Austur-Indland og Indonesía
Sjálfstæðishreyfingum Asíu hef-
ur vaxið mjög fiskur um hrygg síð-
an stríði lauk. Á stríðsárunum gáfu
Bandaríkin Pilippseyingum loforð
um sjálfstæði að stríði loknu, og
4. júlí 1946 var lýst yfir sjálfstæði
landsins í Manila. Sjálfstæði þess
er þó mjög takmarkað, þar eð
Bandaríkin hafa fengið hernaðar-
bækistöðvar leigðar til 99 ára með
samningi, sem undirritaður var 14.
marz 1947.
í franska Indokína gætti sér-
staklega óánægju með nýlendustiórn
Prakka í fylkinu Annam, og var
Þar lýst yfir sjálfstæðu lýðveldi,
Vietnam, árið 1945. Franska stjórn-
in hafði fyrst í hyggju að berja
niður sjálfstæðishreyfinguna með
vopnavaldi, en fór halloka í viður-
eigninni og hefur orðið að ganga
inn á flestar kröfur íbúanna.
Burma, sem árið 1935 var skilið
frá Indlandi og fékk eins konar
sjálfstjóm, krafðist fulls sjálfstæðis
1945 undir forystu Aung San hers-
höfðingja, sem var foringi frelsis-
hreyfingar Burmabúa á stríðsárun-
um. „Hinn þjóðlegi andfasistiski
freisisflokkur" í Burma lýsti því yf-
ir, að lokið væri yfirráðum hinna
evrópsku heimsvelda í Asíu. Sam-
komulag náðist í janúar 1947 milli
Aung Sans og Attlees um, að Burma
skyldi verða sjálfstætt ríki í brezka
heimsveldinu. Innanlandserjur vom
þó stöðugt í Burma, og í júlí 1947
var Aung San myrtur, og til valda
komust menn, sem unnið höfðu
saman með Japönum á stríðsár-
unum.
Stöðugar erjur hafa verið í
Indonesíu síðan í október 1945, þeg-
ar indonesíska frelsishreyfingin hóf
beina mótspyrnu gegn hollenzku
stjórninni og krafðist fullrar sjálf-
stjórnar. Hollenzki herinn bældi þó
fljótlega niður alla mótspyrnu. Hol-
lendingar viðurkenndu þó rétt Indo-
nesa til sjálfstæðis, en vildu ekki
failast á, að sambandiö við Holland
yrði algerlega rofið. f nóvember
1946 var undirritað samkomulag í
Liggadjati, þar sem gert var ráð
fyrir að Indonesía skyldi hafa sjálf-
stjórn, en lúta þó yfirstjórn Hol-
lendinga. Óeirðirnar hófust þó aft-
ur, þar eð Hollendingar fluttu ekki
her sinn og lögreglulið úr landinu,
eins og ráð hafði verið fyrir gert
í samkomulaginu. í júlx 1947 sendu
Hollendingar aukið herlið til lands-
ins og hófu allsherjarsókn gegn
hersveitum Indonesa. Indonesar
urðu að hörfa undan, en skutu mál-
inu til öryggisráðsins, og varð það
til þess, að óeirðirnar hættu að
mestu.
Palestína
Allt síðan stríði lauk hefur athygli
heimsins beinzt óskipt að Palestínu.
A hverjum degi hafa blöð og út-
Varp flutt fregnir um óeirðir og
hermdarverk þar í landi, á þingum
sameinuðu þjóðanna hefur verið
raett fram og aftur um ástandið í
landinu, ótal nefndir skipaðar til
að finna lausn málsins, en allt hefur
komið fyrir ekki, átökin hafa farið
síharðnandi, og htlar likur virðast
til þess, að hægt verði að ná sam-
komulagi, a, m. k. í náinni framtíð.
Þetta erfiða vandamál á rót sína
5