Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 68
66
Alþjóðastjórnmál
að rekja til þess höfuðmarkmiðs
zíonistahreyfingarinnar að skapa
þjóðriki Gyðinga í Palestínu. Arab-
arnir í landinu hafa jafnan barizt
á móti þessari fyrirætlun, en Bret-
ar, sem hafa haft her í landinu
síðan í fyrri heimsstyrjöldinni, hafa
ýmist stutt Araba eða Gyðinga. í
hinni svonefndu Balfouryfirlýsingu
frá því 1917 gáfu Bretar þó Gyð-
ingum loforð um að þeim skyldi
heimilt að flytja til Palestínu. Til
þessarar yfirlýsingar hafa Gyðingar
jafnan vitnað, og bera þeir Bretum
á brýn að hafa svikið þau loforð,
sem í henni voru gefin.
Nokkurn veginn árekstralaust var
þó í landinu þangað til 1933, er
Gyðingaofsóknirnar byrjuðu í
Þýzkalandi með valdatöku nazista.
Fjöldi heimilislausra Gyðinga sótti
þá frá Evrópu til Palestínu og sett-
ist að í landinu. Þeir komu sér
fljótlega upp blómlegum byggðum,
svo að hagur þess bættist mjög, en
engu að síöur mótmæltu Arabar
þessum innflutningi og kröfðust
þess, að Bretar viðurkenndu Pal-
estínu sem þjóðríki Araba, en ekki
Gyðinga. Síðustu árin fyrir stríðið
hölluðust Bretar heldur að málstað
Gyðinga, þeir reyndu að koma fram
skiptingu landsins milli hinna
tveggja þjóðarbrota, en hún var
skammt á leið komin, þegar heims-
styrjöldin brauzt út. Á stríðsárun-
um börðust Gyðingar með Bretum,
en Arabar voru að meira eða minna
leyti hliðhollir öxulríkjunum, og
foringi þeirra, stórmúftinn af Jerú-
salem, lýsti eindregið yfir fylgi sínu
við málstað nazistaríkjanna.
Þessi afstaða Breta vakti mikla
óánægju meðal trúbræðra Arabanna
1 löndunum við botn Miðjarðarhafs,
og hún fór sífellt vaxandi, þegar
stríðinu var lokið og straumur Gyð-
inga til Palestínu óx stöðugt. Bret-
ar voru einnig veikari fyrir, en áttu
mikið undir velvild Arabaríkjanna, '
bæði vegna Súezskurðarins og olíu-
hagsmuna sinna í Iran. Það leið því
ekki á löngu að þeir skiptu um |
stefnu, takmörkuðu flutning Gyð- j
inga til Palestínu með harðri hendi, !
settu strangan vörð um landið,
sigldu Gyðingaskipunum, sem
reyndu að brjóta hafnbann þeirra,
til Kyprusar og settu Gyöingana
í fangabúðir. Þessi breytta stefna
þeirra varð til þess, að meðal Gyð-
inga í Palestínu risu upp hermdar-
verkaflokkar, sem höfðu það mark-
mið að reka Breta úr landi með her
sinn með skipulögðum hermdar-
verkum. Þessir hermdarverkaflokk-
ar hófu starfsemi sína sumarið 1946
og varð svo mikið ágengt, að Bretar I
neyddust til að draga her sinn burt I
úr landinu voriö 1948.
Palestínumálið hefur verið til
umræðu á þingum sameinuðu þjóð-
anna síðan í apríl 1947, og svo virt-
ist um stund, aö samkomulag hefði
náðst meðal stórveldanna um skipt-
ingu landsins milli Gyðinga og Ar-
aba. Voru bæði Bandaríkin og Sov-
étríkin sammála um þessa lausn
málsins, og var slík eindrægni milli
þessara rikja algert einsdæmi. Síðar
hafa Bandaríkin breytt þessari af-
stöðu sinni og lýst yfir, að þau telji ]
skiptingu landsins óheppilega. Er
ekki ósennilegt, að þar ráði olíu-
hagsmunir þeirra í Arabaríkjunum
í námunda við Palestínu.
Gyðingaríkið fsrael í Palestínu i
var endurreist þ. 15. maí 1948, eftir
1878 ár. f