Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 69
Bandaríki Norður-Ameríku
Bandaríki Norður-Ameríku eru í
dag annað af tveim mestu stórveld-
una heimsins. Þróun alþjóðamála
mun þess vegna í framtíðinni vera
að miklu leyti komin undir utan-
ríkis- og atvinnumálastefnu þeirra.
Náttúruauðæfi þeirra eru tak-
markalaus, framleiðslugeta þeirra
meiri en nokkurs annars lands, floti
þess og flugher mestir í heimi.
Bandaríkin (United States of
America, skammstafað USA) ná
þvert yfir meginland Norður-Am-
eríku, frá Atlantshafi til Kyrra-
hafs, flatarmál þeirra er 7,839,064
km2 (ísland: 103,000 km2). Undir
Bandaríkin heyrir einnig eyjaklas-
inn Hawaii, auk Wake-, Guam- og
Samoaeyja í Kyrrahafinu, eyjan
Portorico og Meyjareyjar í Atlants-
hafi, ásamt landsvæði báðum meg-
in Panamaskurösins. Pilippseyjar,
sem um nokkra áratugi voru eign
Bandaríkjanna, fengu sjálfstæði
árið 1946, en Bandaríkin halda þó
herstöðvum sínum á eyjunum og
hafa enn mikil ítök þar, bæði verzl-
unarleg og stjórnmálaleg.
Bandaríkin, sem árið 1946 höfðu
140 millj. íbúa, eru byggð upp af
48 ríkjum, auk höfuöstaðarins, Was-
hington DC. Þéttbyggðasta ríkið er
New York (13,5 millj. 1940, 108
íbúar á km2). Nevada er strjál-
byggðast, hefur aðeins 110,000 íb„
eða 0,4 á km2. Texas er stærsta
ríkið að flatarmáli, 688,000 km2.
Tvo síðustu áratugina hefur fólks-
fjöidinn aukizt hraðar í vesturríkj-
unum en annars staðar í landinu.
Þessi fólksstraumur til vesturríkj-
anna kom enn glöggar í ljós á
stríðsárunum. íbúatala Kaliforníu
hefur þannig vaxið úr 7 millj. 1940
í næstum 9 millj. 1946.
Bandaríkin eru að mörgu leyti
ungt land, en stjórnarskrá þeirra
er ein elzta stjórnarskrá í heimi,
frá árinu 1789. í hálfa aðra öld
hafa Bandarikjamenn haldið tryggð
við lýðræðisreglur þær, sem liggja
til grundvallar fyrir stjórnarskrá
þeirra. Núverandi forseti þeirra er
Harry Truman, sem tók við em-
bætti sínu 12. apríl 1944 við andlát
Pranklin Roosevelts. Þingið er í
tveim deildum: Pulltrúadeild, sem
skipuö er 435 fulltrúum, kosnum
til tveggja ára, og öldungadeild,
sem skipuð er 96 fulltrúum, tveim
frá hverju riki, kosnum til sex ára.
Hvert ríki velur sér ríkisstjóra, sem
hefur æðsta vald í málum þess, og
kýs löggjafarsamkundu, sem hefur
víðtækt en þó takmarkað frjáls-
ræðh Hæstiréttur, sem situr í Was-
hington, gætir þess, að forseti og
þing haldi stjórnarskrána.
Bandaríkin benda á Ieiðina
Bandaríkin eru meðal fremstu
iðnaðarríkja heimsins. Hið ólíka
loftslag og jarðvegur í ýmsum hlut-
um þeirra gera það kleift að rækta
þar allar hugsanlegar nytjajurtir,
að undanteknum örfáum hitabeltis-
plöntum. Hin miklu fljót, sem um
landið renna, auðvelda samgöngur
og hafa enn fremur á seinni árum
gert kleift að rækta upp stóra lands-
hluta með áveitum. Gnótt kola og
olíu uppfyllir eldsneytisþörfina og
er, ásamt miklum járnnámum, und-
irstaða mesta járn- og stáliðnaðar
heimsins.
Hinn mikli fólksfjöldi og stjórn-