Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 71
Bandaríki N.-Ameríku
69
niálaleg eining landsins hafa einnig
átt mikinn þátt í þróuninni. Xðn-
aðurinn hefur ekki þurft að leita
út fyrir landsteinana að mörkuð-
dm; heimamarkaðurinn er svo stór,
kð Bandaríkin hafa getað byggt
upp miklar iðngreinar, s. s. bíla-
íramleiðsluna, með hann einn fyrir
augum. Bandaríkjamenn hafa verið
í fararbroddi að því er snertir
skipulagningu framleiðslunnar, söl-
unnar og auglýsingatækninnar,
samhæfingu framleiðsluvaranna og
notkun vísindanna í þjónustu fram-
leiðslunnar. Þeir eru manna bezt
fallnir til að ráða fram úr þeim
vandamálum, sem stórframleiðslan
hefur í för með sér, og kom það
greinilega i ljós í síðasta stríði.
Meira en 100,000 flugvélar og 20
millj. lesta skipafloti em tölur, sem
tala sínu máli ,um það.
Hinir fjóru landfræðihlutar
Frá landfræðiiegu sjónarmiði má
skipta Bandaríkjunum í fjóra hluta:
Norðausturríkin, miðvestunríkin,
suðm-ríkin og vesturríkin. Þessir
hlutar eru hver öðrum ólíkir að
efnahag og atvinnulífi, loftslagi,
sögu og menningu,
Norðausturríkin
Norðausturhlutinn nær aöeins
yfir 6% af flatarmáli landsins, en
28% íbúanna byggja hann. Iðnaður
er þar mikill, en það sést af því,
aö 40% af verkamönnum landsins
búa í þessum landshluta. Fram-
leiðsluvörur verksmiðjanna eru mjög
ólíkar. Þar er framleitt stál, gler,
sement, hreinsuð olía, kopar og
sykur, gerðir munir, sem annað
hvort krefjast faglærðra verka-
manna — klukkur, verkfæri og rit-
vélar — eða hagkvæmast er að
framleiða í námunda við markað-
inn — föt, húsgögn o. s. frv. Þétt-
býlið og hin fjölbreytta framleiðsla
er undirstaða mikillar verzlunar.
Um hinar miklu og góðu hafnir í
þessum landshluta fer mikill hluti
viðskipta Bandaríkjanna við um-
heiminn fram. Fremur lítið er um
málm í jörðu á þessu svæði, en
geysimiklar kolanámur eru í Penn-
sylvaníu. Fiskveiðar eru miklar, og
eru undirstaða alls konar iðnaðar.
Landbúnaðurinn í Norðausturríkj-;
unum er ekki jafn mikilvægur og
annars staðar í landinu, en nálægð
markaðsins hefur ýtt undir mjólk-
uriðnaðinn, alifuglarækt, ásamt
tóbaks og ávaxtarækt.
Miðvesturríkin
Miðvesturríkin eru að mörgu
leyti auðugur landshluti. Þau ná
yfir 15% af flatarmáli landsins og
þar búa 27% íbúanna. Landbúnaður
er aðalatvinnuvegurinn, enda er
ekkert jafn stórt landsvæði í heim-
inrnn jafn vel fallið til jarðræktar
og þetta. Alls konar nytjajurtir eru
ræktaðar þarna. Syðst á svæðinu
er mest um hveitirækt, á miðsvæð-
inu maisrækt, en nyrzt eru mest
ræktaðar fóðurjurtir; þar er einn-
ig mikill mjólkuriðnaður. Á seinni
árum hefur rækt sojabaunarinnar
stóraukizt á þessu svæði, og hefur
það skapað alls konar iðnaö.
í jörðu finnst gnægð alls konar
málma, og hefur það orðið undir-
staða fjölþætts iðnaðar. Miklar
kolanámur eru í Appalachafjöllum,
og í kolanámuhéruðunum í Illinois
og Indiana er fimmti hluti af allri
kolaframleiðslu Bandaríkjanna
unninn úr jörðu. Víða eru olíunám-