Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 72
7«
Bandaríki N.-Ameríku
ur og náttúrugasið, sem streymir
úx jörðu í námunda viS þær, sér
iðnaðarhéruðunum í nágrenninu
fyrir ódýrri orku. Við vesturströnd'
Efravatns eru auðugustu járnnámur
landsins, kopar er unninn í Michi-
gan og í Missouri eru mestu blý-
námur heimsins. Iðnaður miðvest-
urrikjanna kemur því næst á eftir
iðnaði norðausturríkjanna. Geysi-
miklar járn- og stálsmiðjur eru við
suðurströnd vatnanna miklu, þ. á.
m. Gary, mesta stálsmiðja heims.
Fjöldi verksmiðja vinnur úr járni
og stáli, m. a. hinn risavaxni bif-
reiðaiðnaður, sem hefur aðalbæki-
stöð sína í og umhverfis Detroit.
Þarna er ennfremur miðstöð bú-
vélaframleiðslunnar, ennfremur
þeirra iðngreina, sem vinna úr land-
búnaðarafurðum áður en þær eru
sendar á markaðinn innan lands og
utan, þ. á. m. myllurnar í Minnea-
polis og Chicago, sláturhúsin og
kjötverksmiðjurnar í Chicago,
mjólkurbúin í Wisconsin.
Suður- og vesturríkin
Suðurríkin ná yfir um þriðjung
alls landflæmis Bandaríkjanna, en
íbúafjöldinn er aðeins fjórðungur
á við íbúafjölda norðausturríkjanna.
Fyrir hundrað árum var baðmullar-
ræktin alls ráðandi á þessu svæði,
milljónir þræla unnu þar á geysi-
víðlendum ökrum. Síðustu áratugi
hafa mikilvæg umskipti átt sér stað
á sviði iðnaðar og framleiðslu, enda
þótt baðmullarræktin sé enn einn
helzti atvinnuvegurinn. Álnavöru-
framleiðslan, sem til skamms tíma
hafði nær eingöngu aðsetur sitt í
norðausturríkjunum, hefur smám
saman verið að færast suður á bóg-
inn, bæði vegna nálægðar hráefn-
isins og hin ódýra vinnuafls (svert-
ingjarnir). Mikið er framleitt af
tóbaki, hnetum, sykurreyr, hrís-
grjónum og alls konar ávöxtum.
Umhverfis Birmingham í Alabama
er mikill stáliðnaður. Hinir miklu
skógar eru undirstaða alls konar
framleiðslu. Miklar oliunámur eru
í Texas og Oklahoma — olian er
leidd um allt landið í pipum, — í
Tennessee er kopar, fosfat í Flor-
ida og báxit í Arkansas. Búast má
við miklum breytingum á þjóðhátt-
um í suðurríkjunum á næstu ára-
tugum vegna uppfinningar baðm-
ullartínsluvélarinnar, sem minnkar
stórlega þörfina fyrir vinnukraft á
baðmullarökrunum.
Vesturríkin eru frá landfræðilegu
sjónarmiði mjög ólik innbyrðis, enda
ná þau frá landamærum Kanada
í norðri til landamæra Mexiko í
suðri og ná yfir strandlengjuna við
Kyrrahafið, Klettafjöllin og landið
austan þeirra. Loftslagið er eihnig
mjög ólikt á þessu svæði — í suður-
hluta Kaliforníu er það hitabeltis-
kennt (subtropískt). Vesturríkin ná
yfir næstum helming Bandaríkj-
anna, en einungis 14% íbúanna býr
þar. Þar er bæði stunduð búfjár-
rækt og akuryrkja, alls konar ávext-
ir og grænmeti eru ræktaðir þar á
áveitusvæðum. Innan við 10% af
iðnaðarframleiðslu Bandaríkjanna
kemur þaðan. í norðurhlutanum er
framleitt timbur og trjákvoða, á
strandlengjunni (aðallega 1 Kali-
forníu) er ávaxtarækt mikil og nið-
ursuðuiðnaður í því sambandi. Mikl-
ar olíunámur eru einnig í Kaliforn-
íu, þar er stærstu flugvélaverk-
smiðjur heims og mesti kvikmynda-
iðnaður. Á stríðsárunum voru þar
miklar skipasmiðar. í vesturríkjun-