Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 73
Bandaríki N.-Ameríku
71
um eru geysiauðugar kola- og málm-
námur. Mest er þó um alls konar
taálma — fá landsvæSi í heiminum
eru þar sambærileg, — kopar, zink,
blý, gull, silfur, platína, nikkel,
tungsten. Á stríðsárunum voru
reistar þar gífurlegar verksmiðjur
tii framleiðslu á magnisium og
aluminium.
Aveitur
I vesturríkjunum getur maður
ekið dögum saman um eyðimerkur,
bar sem ekki sést stingandi strá.
Utahríki var að heita má alger
eyðimörk, þegar mormónarnir komu
þangað um miðja síðustu öld. En
eyðimörkinni hefur verið breytt í
blómlega byggð með áveitum. Hvorki
tneira né minna en 8,5 millj. hekt-
ara óræktarlands hefur verið breytt
í akra og aldingarða með þessu
tnóti. Þessar áveitur hafa vanalega
verið gerðar í sambandi við flóð-
garða við hin miklu fljót og bygg-
ingu aflstöðva og stíflna, eins og
t. d. Grand Coulee, Bonneville og
Boulder Dam, stærstu stíflu heims-
ins. Með byggingu þessara flóðgarða
og stíflna hafa tvær flugur verið
slegnar í einu höggi, vatn fengizt
tii áveitnanna og girt fyrir hin ár-
legu flóð, sem jafnan ollu óbætan-
legu tjóni. Og um leið hafa fljótin
verið gerð siglingarfær. Rafmagns-
stöðvamar veita ódýran rafmagns-
straum til heimilisnota og iðnaðar,
og það hefur gert kleift að vinna
hinar auðugu málmnámur vestur-
rikjanna. Nú hafa verið fyrirhugað-
ar miklar framkvæmdir þarna á
vegum sambandsstjórnarinnar í
Washington, og er þegar farið að
vinna að þeim. Er ætlunin að gera
8,5 millj. hektara óræktarlands í
viðbót að frjósömu landi, þar sem
hundruð þúsunda bændabýla geti
risið upp. Kostnaðurinn við þessar
framkvæmdir er áætlaður 5 millj-
arðar dollara (32,500,000,000 ísl.
kr.), og hefur þingið þegar veitt
1,5 milljarð í þessu skyni. Af þess-
um 8,5 millj. hektara er ætlunin
að 2,7 millj. verði í Sacramento og
San Joaquindölunum í Kaliforníu
einum saman. Elztu áveitusvæðin
eru nú með frjósömustu landsvæð-
um heims. Grand Coulee-stíflan í
Coloradofljóti, eitt mesta bygging-
arafrek heims, var m. a. gerð til
þess að fá orku til að dæla vatni
eftir geysilöngum leiðslum til
Spokane og Seattle, þar sem það
er notað til áveitu. Með þessu móti
var 200,000 til 300,000 manns sköp-
uð lífsskilyrði. Þetta mikla fyrir-
tæki kostaði tæplega 500 millj.
dollara.
Sérstaða í atvinnulífi heimsins.
Árið 1947 voru u. þ. b. 140 millj.
íbúa í Bandaríkjunum. Árið 1943
fæddust 2,935,171 barn og létust
1,459,998 menn. 1940 bjuggu í
Bandaríkjunum 11 millj. manns,
sem fæddir voru erlendis, og a. m.
k. annað foreldri 23 millj. manna
var fætt erlendis. U. þ. b. 40 þús.
Vestur-íslendingar búa í Banda-
rikjunum. Öllum trúarbrögðum er
gert jafnhátt undir höfði. Lífskjör
almennings eru betri en í nokkru
öðru landi, en í fátækrahverfum
stórborganna og víða í suðurríkj-
unum býr alþýða manna við sult-
arkjör.
Eins og sjá má af framanskráðu,
hafa Bandaríkin sérstöðu í atvinnu-
lífi heimsins vegna fjölbreytni nátt-
úruauðæfanna. Þjóðareignin var