Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 75
Bandaríki N.-Ameríku
73
ina, og árið 1943 var rafmagn not-
að á 37% býlanna. Þurrkun á alls
konar búafurðum óx mjög á stríðs-
árunum: Árið 1942 voru þannig
þurrkuð 100 millj. kg. eggja, 255
niillj. kg. mjólkur, 3 millj. kg. græn-
metis.
Stál, tré og plastefni
Bandarikin framleiða meira af
járni, kolum og olíu en nokkurt
annað land. Stálframleiðslan var
árið 1944 u. þ. b. 90 millj. lestir, eöa
meira en framleiðsla margra ann-
arra stórvelda samanlögð. Platar-
mál skóganna er meira en í nokkru
öðru landi, og þeir hafa orðið und-
irstaða risavaxins iðnaðar. í stuttu
máli sagt: Á hvaða sviði iðnaðar
og framleiðslu sem er, eru Banda-
ríkin í fremstu röð. Hins vegar hef-
ur utanríkisverzlun Bandaríkjanna
til skamms tima verið tiltölulega
lítil, einungis 10% af framleiðsl-
unni. Á stríðsárunum jókst útflutn-
ingurinn þó mjög, og var að verð-
mæti árið 1943 12,8 milljarðar doll-
ara. Á sama tíma var innflutning-
urinn aðeins 3,3 milljarðar dollara.
Pyrir stríðið voru aöalútflutnings-
vörurnar þessar: Vélar, járn og stál,
kjöt og efnavörur (kemiskar vör-
ur), en innflutningsvörurnar:
Kaffi, reyrsykur, tréni og pappír.
Hin mikla vísindastarfsemi stríðs-
áranna og mikilvægu uppgötvanir,
sem þá voru gerðar á öllum sviðum,
munu vafalaust hafa mikil áhrif
á iðnaðarþróunina á næstu ára-
tugum. Sérstaklega ber að nefna
atómsprengjuna í því sambandi og
þá möguleika, sem virðast fyrir
hendi á notkun atómorkunnar í
friðsamlegum tilgangi. Firrðsjáin
verður æfullkomnari, flugvélaiðnað-
urinn varð fyrir miklum umbótum
á stríðsárunum, einnig málmfram-
leiðslan, og má búast við enn frek-
ari endurbótum á þeim sviðum.
Framleiðsla hinna svonefndu plast-
efna hefur markað tímamót í sögu
iðnaðarins, og í Bandaríkjunum er
álitið, að þau eigi sér ófyrirsjáan-
lega möguleika. Ný not hafa fundizt
fyrir glerið, sömuleiðis olíuna.
Samgöngur
Bandaríkjamenn búa við einstak-
lega greiðar samgöngur. Járnbraut-
arnet Bandaríkjanna á ekki sinn
líka. Lengd brautanna samanlagðra
er 380,000 km, og um þær fara dag-
lega 17,500 farþegalestir. Hinir
breiðu og eggsléttu þjóðvegir —
„þighways" — eru samanlagðir 5
millj. km. á lengd. Bandaríkin eru
náttúrlega land bílsins umfram
allt. Fjöldi skráðra bifreiða var
fyrir nokkrum árum 32,5 millj.
Fjöldi skipa siglir eftir hinum
miklu fljótum, sem tengd hafa ver-
ið saman með skipaskurðum, og við
hin miklu vötn eru f jölmargar hafn-
ir, sem daglega eru afgreidd hundr-
uð skipa. Bandaríkin eru einnig í
fararbroddi á sviði flugsamgangn-
anna. Flugvélar fljúga milli allra
helztu staða innanlands og eftir
öllum helztu flugleiðum heimsins.
Verzlunarflotinn, sem var 8,5 millj.
lesta áð stærð árið 1936, óx svo
á stríðsárunum, að hann er nú
stærstur í heimi.
Féiagsmál
Bandaríkin eru land einstaklings-
framtaksins. Þjóðnýting atvinnu-
tækja er óþekkt hugtak þar í landi.
Allir eru sammála um, að landið
hafi verið numið og byggt af ein-