Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 76
74
Bandaríki N.-Ameríku
staklingsframtakinu, og það er það,
sem hefur gert það að rikasta stór-
veldi heimsins. En kreppan mikla
um 1930 opnaði þó augu margra
fyrir því, að langt var frá því, að
þjóðfélag einstaklingsframtaksins
væri gallalaust. Stjórnin í Was-
hington hefur staðið fyrir bygg-
ingu þeirra aflstöðva og áveítu-
kerfa, sem talað er um hér að
framan. Hinar miklu atvinnubóta-
og uppbyggingarframkvæmdír, sem
hafnar voru x Tennessee Valley á
fyrstu stjórnarárum F. D. Rosse-
velts, voru þá einstakar í sinni röð.
Ríkisvaldið skiptir sér þó mun
minna af líðan þegnanna í Banda-
ríkjunum en t. d. á Norðurlöndum.
Síðustu tvo áratugina hefur þó orð-
ið mikil breyting á þessu. Á stjórn-
arárum Roosevelts var komið á
atvinnuleysistryggingum, elli- og
örorkutryggingum, lögum um há-
mai’ksvinnutima, lágmarkslaun o. s.
frv. 40 tíma vinnuvika er algeng-
ust í iðnaðinum. Á stríðsárunum
var þó vinnuvikan lengri.
Læknishjálp
Truman forseti lagði fyrir þingíð
1946 frumvarp til laga um gagn-
gerðar breytingar á sviði læknis-
hjálparinnar, og var þar m. a. gert
ráð fyrir skyldusjúkratryggingum.
Spítalakerfið er allt öðruvísi en við
éigum að venjast, og eru flestir
spítalanna í einkaeign. 1943 voru
í landinu 6,655 sjúkrahús með 1,6
millj. rúmum. Miklu fé er varið
til rannsókna á sjúkdómum, bæði
af hálfu ríkisins og einstaklinga. í
þessu skynl var t. d. varið 1940
12 millj. dollurum. Sjúkdómarann-
sóknir fara íram 1 2,500 rannstókn-
arstofnunum. Bandaríkjamenn hafa
lagt fram ómetanlegan skerf til
framleiðslunnar á hinum þremur
kraftalyfjum nútíma læknisvísinda:
Sulfalyfjanna, penicillinsins og
blóðplasmans. Þeir hafa einnig
unnið mikið á sviði fjörefna- og
krabbameinsrannsóknanna, skurð-
tækninnar og sálarlækninganna. Á
sviði sálrýninnar (psykoanalysunn-
ar) hafa Bandarikjamenn staðið
fremst allra síðustu tvo áratugi.
Menningarframfarir.
Framfarir á menningarsviðinu
hafa orðið jöfnum skrefum með
hinni gífurlegu framvindu atvinnu-
lífsins. Enda þótt hin bandariska
menning sé ung að árum, eru áhrif
hennar á menningarlíf gamla
heimsins mikil. Á tuttugustu öld-
inni hafa Bandaríkjamenn eignazt
bæði þjóðlega tónlist, myndlist og
skáldlist. Tónlistin hefur haft áhrif
á ýms evrópsk tónskáld. Svertingj-
arnir hafa átt ákaflega mikinn þátt
í hinni þjóðlegu tónlist Bandafikj-
ánna. Tónlistarfræðsla er skyldu-
grein við bandariska skóla. Hinar
mörgu symfoníuhljómsveitir Banda-
ríkjanna eru heimsfrægar og marg-
ir þekktir evrópskir hljómsveitar-
stjórar eru nú búsettir í Banda-
rikjunum. Metropolitan óperan í
New York dregur að sér beztu
söngvara og söngkonur gamla
heimsins. Fjölmargir bandarískir
rithöfundar eru lesnir og dáðir um
allan heim, og bandarísk leikrit eru
leikin á leiksviðum allra menning-
arþjóða. Margir dýrmætustu list-
munir heimsins eru nú á bandarísk-
um söfnum.