Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 82
80
Sovétríkin
af hendi við Sovétríkin, karel-
finnska sovétlýðveldið. Við landa-
mæri Rúmeníu liggur moldavska
sovétlýðveldið. Samkvæmt samningi
Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu ár-
ið 1943 létu Tékkar af hendi aust-
asta hluta Karpato-Úkraínu, Pod-
karpatská Rus. Það svæði er að
flatarmáli um 12,600 km2 og hafði
árið 1930 725,000 ibúa. Eftir heims-
styrjöldina hafa Sovétríkin enn
bætt við sig löndum, m. a. hluta
Austur-Prússlands, helming Sakha-
líneyjar og Kúrileyjar.
Sovétríkin eru 220 sinnum stærri
en ísland. Náttúra þeirra er því
mjög breytileg, bæði hvað snertir
loftslag, frjósemi og jarðfræðilegt
eðli. Atvinnulífsskilyrðin eru því
mjög ólík í hinum ýmsu hlutum
landsins.
Ibúarnir
íbúar Sovétríkjanna eru einnig
af hinum ólíkustu þjóðernum, aust-
slavnesku þjóðirnar þrjár, Rússar
(Stórrússar), Úkraínubúar (Litlu-
rússar) og Hvítrússar (Belorússar),
eru þó í miklum meiri hluta, 77%.
Hiisdyr i Sovétrikjunum
Hestar Kýr SBuðfé og geitur Svin
1^5 MILL 83,2 MILL 66,6 AAILL. 30.6 MILL.
Hin 23% eru að mestu leyti asíat-
ískar þjóðir, sem fyrst eftir bylt-
inguna 1917 komust í samband við
evrópska menningu, og atvinnulíf
þeirra hefur til skamms tíma verið
á mjög frumstæðu stigi. Taflan hér
að neðan yfir hin ýmsu þjóðerni
í Sovétríkjunum sýnir stærð þeirra
í byrjun árs 1939. Það skal tekið
fram, að gera má ráð fyrir nokk-
urri ónákvæmni i tölunum.
Millj. %
Rússar .... 99,0 55,05
Ukraínubúar .... 28,1 16,48
Hvitrússar 5,3 3,11
Úsbekar 4,8 2,85
Kasakar 3,1 1,82
Gyðingar ... 3,0 1,76
Aserbaidjanar .... 2,3 1,32
Grúsar ... 2,2 1,29
Armenar 2,2 1,29
Tadsjikar 1,2 0,70
Kirgisar 0.9 0,53
Túrkmenar 0.8 0,47
Aðrir . .. 17,6 10,33
Samtals 170,5 100,00