Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 83
Sovétríkin
81
Eins og sjá má af töflunni, eru
aðeins 58% af íbúum Sovétrikjanna
Rússar. Það ber því að forðast að
nota orðið „Rússland“, þegar átt
er _við Sovétríkin.
A stríðsárunum áttu sér stað mikl-
lr þjóðflutningar í Sovétríkjunum,
einkum frá iðnaðarbéruðum Úkra-
inu til Úralfjalla og austur fyrir
þau. Megnið af því fólki, sem þang-
að fluttist, mun verða þar um kyrrt.
Þegar fyrir stríð var gert ráð fyrir
því, að um 42 millj. manns, % hluti
íbúanna, byggði Asíulönd Sovétríkj-
anna.
Atvinnumálastcfna
A keisaratímunum var landbún-
aðurinn eini atvinnuvegurinn í
Rússlandi, sem máli skipti. Iðnþró-
unin, sem þá þegar var komin á
hátt stig í Mið- og Vestur-Evrópu,
hafði að vísu ekki alveg farið fram
hjá landinu, en hún var þó aðeins
á byrjunarstigi, þegar fyrri heims-
styrjöldin hófst. Þegar eftir bylt-
inguna 1917 varð breyting á þessu.
Lögð voru drög að stórkostlegum
iðnaðarframkvæmdum í landinu, er
náðu hámarki sínu 1 fimm ára áætl-
unum, sem síðan 1928 hafa verið
grundvöllur alls atvinnulifsins. Sov-
étrikin eru nú eitt fremsta iðnaðar-
land heims, jafnframt því sem gíf-
urlegar breytingar og framfarir hafa
orðið í landbúnaðinum. Meginhluti
hins ræktaða lands er nú í höndum
samyrkjubúa (kolkosa) og fyrir-
myndarbúa (sovkosa) með mjög
sérhæfðri framleiðslu. Fyrirmyndar-
búin eru x eign ríkisins og eru flest
í héruðum, sem áður hafa legið í
órækt, einkum í Vestur-Sibiríu.
Ríkið hefur komið upp fjölda bú-
vélastöðva xxm allt landið, þar sem
samyrkjubúin geta fengið léðar þær
vélar, sem þau þurfa með. Árið 1940
voru þessar stöðvar 6980 að tölu.
1938 var sáðflöturinn 102,4 millj.
hektara, 92,0 millj. í eigu samyrkju-
búa, 9,8 ríkisbúa og 0,6 sjálfstæðra
bænda. Nýsköpun landbúnaðarins
hefur leitt af sér betri nýtingu
vinnuaflsins og þannig gert kleift
að auka vinnuaflið í stóriðnaði bæj-
anna.
Akuryrkja
Sovétríkin framleiða mest allra
landa í heimi af hveiti, rúgi, byggi,
höfrum, sykurrófum, hampi og hör.
Mikil áherzla hefur verið lögð á
vísindalegar rannsóknir til aukn-
ingar framleiðslunni, og hefur ár-
angur þeirra verið mikill. Víða í
Asíu hafa verið gerð víðtæk áveitu-
kerfi, og óræktarland þannig gert
hæft til ræktunar. Notkun tilbúins
áburðar og alis konar búvéla hefur
farið sívaxandi.
Úkraína hefur verið kölluð „korn-
forðabúr" Rússlands. Eftir bylting-
una hefur mikilvægi hennar míðað
við önnur héruð minnkað vegna
hinnar stórauknu ræktunar annars
staðar, sérstaklega í Austur-Rúss-
landi Sibiríu og Kasakstan. í öllum
Sovétríkjunum nær hveitið yfir 30%
af sáðfletinum, rúgurinn 13% og
hafrar 14%. Meðal annarra korn-
tegunda má nefna bygg, sem rækt-
að er í nyrztu héruðunum, hirsi í
suðausturhéruðum Evrópuhlutans,
hrísgrjón í Mið-Asíu, Kákasus og
Austur-Asíu. Tóbak er m. a. rækt-
að við austurströnd Svartahafs og
suðurströnd Krímskaga. Á seinni
árum hefur verið hafin mikil tré-
rækt í Grúsíu. Te er einnig ræktað
í Aserbaidjan. Kartöflur eru rækt-
aðar um öll Sovétríkin. Sykurrófu-
6