Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 85
Sovétríkin
83
Fisk- og loðdýraveiðar
I hinum miklu skógum Norður-
Rússlands og Sibiriu hafa loðdýra-
veiðar verið stundaðar öldum sam-
an, og var svo komið, að hætta var
á, að loðdýrastofninn eyddist með
öllu. Veiðarnar eru nú skipulagðar
með samvinnusniði.
Fiskveiöarnar eru stundaðar af
veiðifélögum undir eftirliti ríkisins.
I Kaspíahafi veiðist gedda, síld,
styrja og aborri. Fyrir austurströnd-
um Asíu einkum síld og lax. Sú
veiði er að miklu leyti soöin niður
vegna hinnar ^miklu fjarlægðar frá
markaðnum. Á seinni árum hafa
fiskveiðarnar í Norður-íshafi auk-
izt mjög, einnig í Svartahafi.
Skógarhögg
Sovétríkin eru mesta skógarhöggs-
land heims. Sögunarmyllurnar
liggja nær eingöngu við hin miklu
fljót, einkum þó Volgu og kvísl
hennar, Kama, auk Dnépr. í hér-
aðinu umhverfis Hvítahafið er skóg-
arhögg og trjávinnsla einn höfuð-
atvinnuvegurinn. Á seinni árum hef-
ur skógarhögg mjög aukizt í Si-
biríu, en trjákvoðu- og pappirsiðn-
aðurinn er enn ekki orðinn þar
jafn mikilvægur og í Evrópuhlut-
anum. Járnbrautirnar og skipa-
skurðirnir hafa ráðið miklu um
það, hvar trjávöruiðnaðurinn hefur
verið staðsettur. Sérstaklega á þetta
við um járnbrautina milli Moskvu
og Arkangelsk, Kirovbrautina og
Stalínskurðinn, sem tengir Eystra-
salt við Hvítahafið.
Námur og iðnaður
A seinni árum hefur þungamiðja
iðnaðarins í Sovétríkjunmn færzt
austur á bóginn. Sú þróun var
þegar hafin fyrir stríð, en styrjöldin
flýtti mjög fyrir henni. Orsakir
hennar eru bæði hernaðarlegs og
atvinnulegs eðlis. í Rússlandi keis-
aradæmisins var iðnaðurinn í raun-
inni allur á þrem svæðum, um-
hverfis Moskvu og St. Pétursborg
(Leningrad), auk Úkraínu. 90%
iðnaðarframleiðslunnar kom frá
þessum héruðum. 1938 var hlut-
fallstalán 60%. Hin nýju iðnaðar-
héruð eru í Úralfjöllum og héruð-
unum fyrir austan þau, ekki sizt í
nágrenni við Kúsnetsk í Sibiríu og
Karaganda í Kasakstan, þar sem
mikil kolalög eru í jörðu.
Rafveitur
Leiðtogum Sovétríkjanna var það
Ijóst frá upphafi, að stórfelldar
framkvæmdir á sviði rafveitumála
væru nauðsynlegar, ef hinar miklu
iðnaðarframkvæmdir, sem fyrirhug-
aðar voru, ættu að heppnast. 1913
voru aðeins til gufurafstöðvar, sem
brenndu kolum eða olíu. Gufuraf-
stöðvar eru ennþá margar, en veita
aðeins 18,5% af öllu því rafmagni,
sem framleitt er. Fyrsta rafmagns-
virkjunin var Volkhovges í nám-
unda við Leningrad. Hún var gerð
á fyrsta ári sovétstjórnarinnar. Á
eftir henni fylgdu Dnéprogesvirkj-
unin, ein mesta virkjun heims, og
virkjanir fljótanna Svir og Niva,
auk nokkurra virkjana í Kákasus.
Á seinni árum hafa mörg hinna
miklu fljóta Sibiríu verið virkjuð.
Framleiðsla rafmagns í Úralfjöllum
margfaldaðist á stríðsárunum, og
sama er að segja um Mið-Asíu.
Það er ástæða til að fara nokkrum
orðum um Dnéprogesvirkjunina. Til
hennar þurfti 850,000 m3 stein-
steypu. Stíflan hækkaði yfirborð