Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 88
86
Sovétríkin
ISnaður
Kolanámumar í Úkraínu og Kús-
netshéraði og járnnámurnar í
Úkraínu og Úralfjöllum eru höfuð-
stoðirnar undir þungaiðnaði Sovét-
ríkjanna. Donétskolin eru send með
lestum til Krivoj Rog og Kertj og
taka með sér járnmálm til baka til
Donéts. Kertjskagi er einnig í
skipasambandi við Mariupol og
Taganrog, þar sem eru mikil stál-
iðjuver. Meðal hinna mörgu iðnað-
arborga í Úkraínu má nefna Voro-
sjiiovgrad, Stalíno og Vorosjilovsk,
sem eru allar í Donétshéraði. Þar
eru einkum framleiddir járnbraut-
arvagnar og teinar. í Saporetsé,
Dnéprodsersjinsk og Dnépropetrovsk
er framleitt stál, dráttarvélar, kúlu-
leg, landbúnaðarvélar o. s. frv. Enda
þótt Karkov sé ekki i nágrenni
járn- og kolanámanna, er þar mik-
il framleiðsla á dráttarvélum, eim-
reiðum, túrbínum o. s. frv. Kiev,
Odessa, Poltava o. fl. eru einnig
miklar inaðarborgir.
í Úralfjöllum hefur bæði málm-
gröftur og iðnaður aukizt stórlega
síðustu ár, einkum þó framleiðsla
járns og stáls. Þrátt fyrir þessa
aukningu kom þó 60% af stálfram-
leiðslunni fyrir strið frá járnnám-
unum við Krivoj Rog. Þær féllu
í hendur Þjóðverja á stríðsárunum,
og varð það til þess að flýta fyrir
aukningu framleiðslunnar í Úral-
fjöilum. Skilyrði til stóriðnaðar eru
einnig öll hin beztu þar, en þó er
kolaskorturinn þrándur í götu. Hin-
ar nýju olíunámur við Embu og
fyrir austan Volgu hafa lyft undir
iðnaðinn í Úralfjöllum, sem er og
verður vafalaust einn mesta iðnað-
arsvæði heims. Hin öra þróun iðn-
aðarins þar má bezt sjá af því, að
bærinn Magnitogorsk, sem 1930 var
ekki til, er nú orðinn stórborg með
yfir 200,000 íbúa. Þar eru bæði
málmbræðsluofnar, stáliðjuver og
efnaiðnaöur. í Tjeljabinsk eru fram-
leiddar dráttarvélar og hergögn.
Landbúnaðarvélar og áhöld eru
framleiddar í Sverdlovsk, en í Nits-
jini og Tagli eru stærstu járnbraut-
arverksmiðjur heims, auk þess
málm- og efnaiðnaðar.
í kolanámuhéraðinu Kúsnetsk
eru stáliðjuver í borginni Staiínsk,
járnmálmurinn er fluttur þangað
frá Úralfjöllum. Skammt frá Stal-
ínsk, við Gornaja Sjorija, hefur
járn nýlega fundizt í jörðu, og mun
flutningur járnmálmsins hina löngu
leið frá Úral að líkindum innan
skamms verða óþarfur, ef hann er
ekki orðinn það. Landbúnaðar- og
vefnaðarvélar, járnbrautarvagnar og
eimreiðar eru framleiddar í Novosi-
birsk, Barnál, Omsk, Tomsk og öðr-
um borgum í Sibiríu. Landbúnaö-
arvélar eru annars framleiddar um
öll Sovétríkin. Auk áður nefndra
staða má nefna Leníngrad, Gomel,
Stalíngrad og Tasjkent. Hreyflar
eru framleiddir í Isévsk (höfuðborg
Udmurtlýðveldisins, fyrir norðaust-
an Kasan), bílar í Gorkí o. s. frv.
Framleiðsla neyzluvara var lengi
vel látin sitja á hakanum, meðan
verið var að byggja upp hið mikla
iðnaðarkerfi Sovétríkjanna, en var
stóraukin eftir annarri og þriðju
fimm ára áætluninni. Vefnaðar-
framleiðslan er ennþá heldur
óheppilega staðsett, aðallega um-
hverfis ívanovo, fyrir norðaustan
Moskvu, langt frá hráefnafram-
leiðslunni. Á seinni árum hefur
fjöldi vefnaðarverksmiðja verið
byggður í Mið-Asíu og Transkákasus.