Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 89
Sovétríkin
87
Samgöngur
Járnbrautir
Hin stóraukna framleiðsla land-
búnaðarins og iönaðarins hefur
krafizt stórbættra samgangna.
Spori hefur verið bætt við hina
miklu Sibiríujárnbraut, sem liggur
yfir þvera Sibiriu. Önnur járnbraut
hefur verið lögð í Sibiríu frá Tajsét
Um Bratsk og Ilimsk til Komsomolsk
við fljótið Amúr og hafnarinnar
Sovétskaja Gavan við japanska haf-
ið. Turk-sibbrautin svonefnda ligg-
ur milli Novosibirsk og Alma Ata
og Tasjkent í Mið-Asíu. Síðast-
nefnda borgin er sú stærsta í Asíu-
hluta Sovétríkjanna fyrir utan
Bakú. Hún er endastöð tvíspora
járnbrautar frá Tjkalov. Járnbraut
hefur einnig verið lögð milli Petro-
palovsk og Karaganda og Balkasj-
vatns. Frá Akmolinsk, sem liggur
við þessa braut, liggur braut til
Magnitogorsk. Hinir einstöku hlutar
Asíu hafa þannig verið tengdir
saman með þessum nýju járnbraut-
um.
Járnbrautarkerfið í Evrópuhlut-
anum hefur allt verið bætt og aukið
og nýjar brautir lagöar. Helzt þeirra
er brautin frá Kotlas um eyðimörk-
ina til Vorkúta lengst í norðaustri.
Fljót og vötn
Samanlögð lengd járnbrautar-
kerfisins var 1939 95,000 km, en
siglingafær vötn og fljót voru jafn-
mikilvæg, samtals 110,000 km að
lengd. Það dregur þó úr mikilvægi
þeirra, að á vetrum er mikill hluti
þeirra ísi lagður og því ófær. Margir
skipaskurðir hafa verið grafnir og
er mestur þeirra Stalínskurðurinn,
milli Eystrasalts og Hvítahafs.
Miklar framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar (vinnan að þeim er þegar
hafin) til að auðvelda siglingar um
Volgu og ár þær, sem í hana renna.
Vatnsmagnið í Volgu er nefniiega
mjög misjafnt eftir árstíðum og
torveldar það siglingar um fljótið.
Til þess að jafna vatnsmagnið, hafa
verið gerðar stíflur og flóðgarðar,
jafnframt því sem rafmagnsstöðvar
hafa verið byggðar, en rafmagn frá
þeim mun verða grundvöllur mikils
iðnaðar í héruðunum fyrir austan
Volgu.
Skipaskurðurinn milli Moskvu og
Volgu hefur gert jafnvel stórum
skipum kleift að sigla til Moskvu,
og ætlunin er að víkka skurðakerfið
svo, að hafskipum verði fær leið
alla leið til höfuðborgarinnar. Þegar
stríðið hófst, var verið að grafa
skurð milli Don og Volgu, og fyrir-
hugað var að gera skurð milli ánna
Tjusovaja og Iset, og ennfremur
milli fljótanna Ob, Énisei og An-
gara, en við það mundi Bajkalvatn
komast í beint skipasamband við
Volgu.
Flugleiðir
Flugvélin er hið ákjósanlegasta
farartæki í Sovétrikjunum vegna
hinna miklu fjarlægða, og regluleg-
ar flugferðir eru því um allt landið.
Ein lengsta flugleiðin liggur frá
Moskvu um Arkangelsk — Igarka
— Sjatanga — Tiksi til Anadir í
norðaustur Sibiríu, 8,500 km löng.
Næsta ár verður birtur kafli um Bretland.