Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 91
StjörnufræSi
89
Fjarlægðir og hraði stjarnanna.
Jörðin snýst einu sinni kringum öxul sinn á einum sólarhring, þ. e. á
23 tímum, 56 mínútum, 4,1 sekúndu. Með þessum snúningshraða hreyfist
staður á miðbaugi jarðar 465 metra á sekúndu, eða 1674 km. á klst.
Jarðin fer braut sína um sólina einu sinni á ári, þ. e. 365 dögum, 6
tímum, 9 mínútum, 9,5 sekúndum. Hraði hennar er því 29,8 km. á sekúndu.
Allt sólkerfið snýst einn hring umhverfis miðpunkt vetrarbrautarinnar
á rúmum 200 milljónum ára, eða með 300 km. hraða á sekúndu.
Hinar fjaxlægu þyrilþokur fjarlægjast vetrarbrautina með gífurlegum
hraða. Mesti hraði þyrilþoku, sem mældur hefur verið, er 40,000 km. á
sekúndu.
Hraði ljóssins er 299,774 km. á sekúndu.
Fjarlægðar-einingar.
Radíus jarðar við miðbaug ...
Meðalfjarlægð jarðar frá sólu
Ljósár ......................
Parsec (fjarlægðin til þess staðar, þar
sem jarðbrautarradíusinn sést undir
sjónhorninu 1") ........................
Mesta þvermál vetrarbrautarinnar ....
Minnsta þvermál vetrarbrautarinnar ..
Fjarlægð sólkerfisins frá miðpunkti vetr-
arbrautarinnar .'.....................
Nálægasta stjarna (Proxima Centauri) .
Meðalfjarlægðin milli stjarnanna (um-
hverfis sólina) ......................
Fjarlægasta þyrilþoka (Messier 33) ....
Fjarlægasta sjáanleg þyrilþoka ........
6,378,388 km (Heyford)
149,670,000 km (± 20,000 km>
9,460 billjónir km
= 0,3064 parsec
= 63,210 jarðbrautarradíusar
3,263 ljósár
= 30,87 billjónir km
= 206,260 jarðbrautarradíusar
100,000 ijósár
10,000 ljósár
30,000 ljósár
4,31 ljósár
4,5 ijósár
% millj. ljósár
Nokkur hundruð millj. Ijósára
Ljósmagn stjarnanna og fjöldi.
Stjörnunum er skipt niður í stærðarflokka eftir því Ijósmagni, sem þær
virðast hafa. Ljósmagnið frá einum stærðarflokk til annars minnkar u. þ. b.
2,5 sinnum (milli 5 stærðarflokka nákvæmlega 100 sinnum).