Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 144
VEÐURFRÆÐI
Litur himinsins.
Hinn blái litur himinsins stafar af því, að sameindir lofts-
ins hafa þann eiginleika að dreifa sólarljósinu. Þegar ljós fellur á hlut,
sendir hann frá sér ijós, en það er ',,dreift“ ijós. Ef svo væri ekki, mundum
við ekki sjá aðra hluti en þá, sem eru sjálflýsandi. Sameindir loftsins
endurvarpa tiltölulega miklu bláu ljósi, þegar hvítt sólarljós feilur á þær,
en það er hinsvegar blanda margvíslega lits ljóss, frá rauðu til fjólublás.
Þetta er ástæðan fyrir því, að himininn verður blár og fjöll virðast í
fjarska verða blá á litinn. Himininn virðist dimmblár við miðbaug og þegar
sól er hátt á lofti, en heiðblár við heimskautin og þegar sól er lágt á lofti.
Eftir því sem hærra er komið frá sjávarborði, verður litur himinsins
dekkri, því að færri sameindir verða til að dreifa ljósinu. Hátt í lofti og
uppi á fjöllum er liturinn þó enn dimmblár, ívið fjólublár, en í tuttugu
kílómetra hæð er hann orðinn fremur svartur en blár. Algerlega svartur, ef
svo má komast að orði í þessu sambandi, verður hann ekki fyrr en í
1100 km. hæð.
Hinnrauði litur himinsins stafar frá því, að örsmá rykkorn og
vatnsdrðpar í gufuhvolfinu gleypa í sig mikinn hluta af hinu bláa og
fjólubláa sólarljósi, sem verður þess vegna rautt, en ekki hvítt, og því
virðist sólin rauð á morgnana og kvöldin. Sama á sér stað um himininn
á morgnana og kvöldin, þegar veðurskilyrði leyfa og skýin roðna, er sólar-
ljósið fellur á þau. Purpuralitur himinsins stafar einnig frá ljósbroti, þar
eð ljósið getur breytt um stefnu og orðið rauðbrúnt, er það snertir rönd
vatnsdropa eða rykkoms.
Gufuhvolf reikistjarnanna.
Gufuhvolf hinna stóru reikistjarna (Júpíters, Satúrnus o. s. frv.) hafa
það einkenni, að þau samanstanda af vetnissamböndum eins og t. d.
ammoníakl og methani, en guíuhvolf hinna miðlungsstóru (Venusar, jarð-
arinnar og Marz) hafa hinsvegar það einkenni, að þau samanstanda af
súrefnissamböndum, eins og t. d. vatnsgufu og kolsýru (koldioxið). Magn
hinna ýmsu súrefnis- og vetnissambanda getur verið mjög mismunandi á
hinum ýmsu reikistjörnum, jafnvel þótt gufuhvolf þeirra teljist í sama
flokki. Sama er einnig um að ræða í sambandi við magn óbundins vetnis
og súrefnis. Gufuhvolf Venusar og Marz inniheldur þannig aðeins einn
þúsundasta hluta þess súrefnis, sem á jörðinni er, og af þeirri ástæðu
gætu menn ekki búið á þessum nágrannastjörnum okkar.
Litlu reikistjörnurnar (Merkúríus, smástirnin o. s. frv.) hafa ails ekkert
gufuhvolf, því að aðdráttarafl þeirra er svo lítið, að þær geta ekki haldið
loftsameindunum við yfirborðið og komið í veg fyrir að þær sendist út i
himingeiminn. Því meiri sem þyngd reikistjörnunnar og aðdráttaraíl