Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 146
128
Veöurfræði.
maður, sem er 60 kg. að þyngd og hefur 1,6 m2 yfirborð, framleiðir og
gefur frá sér um 1200 kaloríur eða hitaeiningar á mínútu. Um 300 hita-
einingar geislast út, 500 leiðast burt, 350 gufa upp og 40 hitaeiningar fara
til þess að hita upp loftið, sem hann andar að sér, á einni mínútu.
Komi einhver óregla á hitamissinn, getur það haft mjög alvarlegar
afleiðingar. Hætti hann alveg, eykst likamshitinn á um 4 tímum úr 37°
í 42°, og maðurinn er dauðans matur. Veðrið getur haft truflandi áhrif á
hitamissinn, ef það verður of kalt eða heitt, þurrt eða rakt.
Of mikill lofthiti leiðir til svonefndrar ofhitunar (hypertermi); menn
verða sljóir. Vaxi hitinn enn, getur það leitt til bráðs bana.
Of lítill lofthiti orsakar fyrst skjálfta, síðan kal og dauða.
Of þurrt loft orsakar þorsta og uppþornun slímhúðarinnar. Meira reynir
á taugakerfið, en það hefur hinsvegar í för með sér örari hjartslátt, óró og
svefnleysi, og maðurinn verður næmari fyrir kvefi og ofkælingu.
Of rakt loft eykur svitamyndunina og manninum verður hættara við
ofhitun, en hún getur leitt til dauða. Bakt loft virðist nefnilega hlýrra
en þurrt í miklum hita, en gagnstætt á sér stað í miklum kulda. Það
skiptir um við um 10°, en árstíðirnar og misjafn hæfileiki einstaklinganna
til að þola mikinn hita og kulda hafa nokkuð að segja í þessu sambandi.
Sá hiti, sem menn finna, er þess vegna ekki hinn eðlisfræðilegi, mælan-
legi hiti, en er kominn undir ýmsum lífeðlisfræðilegum skilyrðum, sem
ýmsir hafa skýrt og gefið formúlur fyrir.
Eðlilega rakt loft hefur róandi áhrif á taugarnar; hjartslátturinn
verður hægari og svefninn rólegri, kolsýruvinnslan eykst og hættan á
ofkælingu minnkar.
Norðurlandabúar, Germanar og Engilsaxar, kunna bezt við sig í 20°
hlta. Það hefur komið í Ijós, að meiri stofuhiti en 20° að vetrarlagi hefur
skaðleg áhrif á heilsuna; menn verða kulvísir og næmir fyrir ofkælingu.
Of heitt loft innanhúss er meira að segja skaðlegra en gamalt, innilukt
loft, sem mönnum hefur enn ekki tekizt að sanna, að sé hættulegt fyrir
heilsuna, ef það hefur þá ekki að geyma bakteríur. Orsökin fyrir því, að
menn verða of sljóir og þreyttir í samkomuhúsum, bíóum og leikhúsum,
er því að jafnaði sú, að lofthitinn er of mikill, en ekki rakinn í loftinu
og slæm loftræsting. Ráðið er því að minnka lofthitann niður í 20°
eða minna.
Það er ekki hægt að segja neitt um það, hve mikill raki á að vera í loftinu.
Að jafnaði er rakastigið innanhúss ekki of hátt; en á hinn bóginn er óvið-
ráðanlegt að raki loftsins verði of lítill í kuldum og þurrkum á veturna
og vorin. Ef 4- 10° hiti er úti, en + 20° inni, þornar loftið á leið sinni
inn í húsið, svo að rakastigið innanhúss verður minna en 12%. Svo lítill
raki er tvímælalaust skaðlegur, og gera verður ráðstafanir til að auka
hann í 40 til 75%, sem álíta má hæfilegt. í fyrsta lagi er óráðlegt að
opna gáttir nema sjaldan, þegar svo stendur á, t.d. á morgnana og kvöldin,
en þá er líka rétt að hreinsa loftið vel. Það er óráðlegt að láta glugga standa
opinn allan daginn, það hreinsar loftið ekki að ráði, en þurrkar það
.>