Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 147
VeðurfræSi.
129
hinsvegar um of og getur valdið fótakulda og dragsúg. Það hefur komið
í ljós, að jafnvel menn, sem hafa alizt upp í köldu loftslagi og því vanizt
kuldum, geta ofkælzt af völdum dragsúgs og fótakulda. Rakastig loftsins
er hægt að auka með því að þvo gólfin oft. Einnig eru til náttúrlegir
og tilbúnir útgufarar, svo sem jurtir og vatnsgeymar, sem settir eru á
miðstöðvar.
Auk þess, að það er mikilvægt fyrir heilsuna að rakastigið sé nógu hátt,
getur það líka sparað eldsneytisnotkunina, þar eð rakt loft virðist hlýrra
en þurrt. Þannig er hægt að auka hinn lífeðlislega lofthita í herbergi
með 20° heitu lofti mn nokkur stig með því að auka raka þess.
Það má heita óframkvæmanlegt að skapa viöunandi lifsskilyrði í húsi,
sem er illa einangrað. Loftinu er hætt við að þorna um of, þar eð
rakinn þéttist á hinum köldu útveggjum o. s. frv. Dragsúgur er einnig
öhjákvæmilegur, einkum ef hátt er til lofts. í herbergi, þar sem 3%—4 m.
eru til lofts, getur þannig verið meira en 10° hitamunur á loftinu við
gólfið og loftið.
X veleinangruðu húsi er hinsvegar hægt að hafa áhrif á lofthitann og
loftrakann, svo þeir haldist við það mark, sem heppilegast er fyrir heilsu
manna og vellíðan. Gluggarnir eiga auk þess að vera vel þéttir og tvö-
faldir, nægilega stóirir og snúa í suðurátt (austur eða vestur, aldrei
í norður), bæði vegna heilsunnar og fjárhagsins. Það er nefnilega
mikilsvert að nota sólargeislana við upphitun húsanna. Gler hefur, eins
°g menn vita, þann eiginleika, að það hleypir sólargeislunum í gegnum
sig, en ekki hinum ósjáanlegu hitageislum miðstöðvarofnsins, sem aðeins
geta leiðzt burtu, en það tekur langan tima.
Geislahitun, sem nýlega er farið að nota, er ákjósanlegri en miðstöðvar-
hitun, því að með notkun hennar er hægt að hafa minni lofthita og
hærra rakastig.
Það er ekki aðeins mikilvægt, að réttu hita- og rakastigi sé haldið f
híbýlum okkar, það er einnig nauðsynlegt í verksmiðjum, vörugeymslum
o. s. frv. Margar vörur verða að framleiðast og geymast við ákveðið hita-
og rakastig.
Húsgögn, sem lengi standa í 25° hita eða meira eða í lofti, sem hefur
minna rakastig en 20%, þorna upp og springa. Ef rakastigið er meira
en 75%, getur tré fúnað og mygla setzt í gólf og súðir. Rakt og hlýtt
loft getur gert beztu híbýli að ákjósanlegri gróðrarstíu fyrir allskonar
meindýr og myglu.
Menn vita enn minna um raka- og hitastig innan fata, þar eð það
«u aðeins nokkur ár síðan að fundinn var upp svo lítill hita- og raka-
mælir (termohygrograf), að hægt væri að nota hann við slíkar mælingar.
teð þessum mæli er hægt að mæla samtímis hita og raka; hann er
svipaður að stærð og lögun og vasaúr, og hægt er að koma honum fyrir
hvar sem er á líkamanum eða milli fata. Samkvæmt mælingum, sem
Serðar hafa verið með slíkum mælum, hefur það komið í ljós, að hita-
missirinn við mikinn hita á sér aðallega stað sem útgufun, en við lítinn
9