Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 151
Örfá orð úr heimspeki, ásamt skýringum
Hér fara á eftir nokkur orð úr
sögu heimspekinnar, ásamt stuttum
skýringum. Plest eru þau erlend að
uppruna og hefur sá kostur verið
tekinn að halda hinu erlenda formi
þeirra, þar sem fæst þeirra hafa öðl-
azt viðunandi þýðingu á íslenzku,
Siuns staðar er þó vikið út af þessu,
þar sem telja má, að hinar íslenzku
þýðingar hafi fengið öruggan sess
í málinu.
Agnosticismi (óvissutrú) heldur því
fram, að ekki sé hægt að fá neina
áreiðanlega vitneskju um uppruna
hlutanna.
Altruismi (bróðurkærleikur), sið-
ferðisskoðun, sem álítur óeigin-
girnina æðsta takmarkið, sem
keppa beri að. Mótsetning: ego-
ismi (eigingimi).
Antimoni, mótsetningin milli tveggja
grundvallarsetninga, sem hvor um
sig virðist gild, enda þótt þær
útiloki hvor aðra.
Antitesa, setning, sem upphefur
aðra undangengna.
A priori, þannig nefndi Kant þá
þekkingu, sem er óháð reynslunni
(t. d. stærðfræðin), i mótsetningu
við reynsluvísindin eða þekkingu,
„a posteriori".
Aristoteles (384—322 f. Kr.), grísk-
ur heimspekingur, lærisveinn
Platons (sjá P.). A. hefur í fjölda
rita gert þekkingu síns tíma að
umtalsefni. A. heldur því fram,
að form sé ekki til án efnis, en
liggi í því og ákvarði það. Efnið
(materian) öðlast raunveruleika
í forminu. Marmarinn er efni
miðað við hina fullhöggnu
myndastyttu. Formin fara stig-
hækkandi. Það, sem er form hins
einfalda og frumstæða, er efni
hins flókna og fullkomna. Æðst
rikir hið hreina form, skynsemin
eða guð. — Manninum ber að
keppa að hinni fullkomnu lífs-
hamingju, eudaimoniu, sem ligg-
ur í jafnvægi sálarlífsins. Á.
dæmir hin ýmsu stjórnarform
eftir getu þeirra til að ala borg-
arana upp til óspillts lífemis. A.
er höfundur rökfræðinnar. Rit
hans um skáldskaparlistina hafði
gífurleg áhrif, og metafysik (dul-
speki) hans mótaði alla lifsskoð-
un miðaldanna.
Ateismi (guðsafneitun) afneitar til-
veru guðs. Sbr. deisma, panteisma
og teisma.
Berkley, George (1684—1753) ensk-
ur heimspekingur, biskup í
Cloyne. Samkv. kenningum B.
þekkjiun við einungis okkar eigin
skynjanir, en vitum ekkert um
þann efnisheim, sem kann að
liggja að baki þeirra. Sá heimur,
sem við þekkjum, er því alger-
lega bundinn við skilningarvit
okkar. Skynjanir okkar fara eftir
lögmálum, sem guð hefur ákveðið.
Bergson, Henri (1859-1941), fransk-
ur heimspekingur. B. heldur því