Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 152
134
Heimspeki
fram, að maðurinn geti aðeins
skilið hið dauða, ólífræna. Skiln-
ingur okkar á innsta eðli hlut-
anna, lífinu sjálfu, er háður get-
gátmn einum.
Cartesius, René Descartes (1596—
1650), franskur heimspekingur.
C. byrjar með að efast um allt.
Það eina, sem ekki er efa undir-
orpið, er, að hann sjálfur er til
(cogito, ergo sum: ég hugsa, þess
vegna er ég), og út frá þessari
vissu sannar hann siðan tilveru
guðs og raunveruleika heimsins.
C. álítur hið andlega og hið lík-
amlega tvö gerólík öfl, sem hafa
víxláhrif hvort á annað fyrir til-
verknað heiladingulsins (glanduia
pinealis).
Deismi álítur að guð hafi skapað
heiminn, en skiptir sér síðan ekk-
ert af þróun hans. D. var sérstak-
lega einkennandi fyrir trúarskoð-
un upplýsingaaldarinnar. Sbr.
ateisma, panteisma og teisma.
Descartcs, René, sjá Cartesius.
Determinismi (ákvæðiskenning) af-
neitar frelsi mannsins til að velja
og hafna og heldur því fram, að
allt eigi sér stað nauðsynjar vegna.
Mótsetning: Indeterminismi.
Dualismi (tvíhyggja), sjá monismi.
Egoismi (eigingirni), siðfræðikenn-
ing, sem segir að allar gerðir okk-
ar séu mótaðar af eigingirninni.
Mótsetning: altruismi.
Empirismi (reynsluvísindi) álítur þá
þekkingu eina áreiðanlega, sem
byggð er á reynslu. Sbr. positiv-
ismann og sensualismann. Mót-
setning: rationalismi.
Etik (siðfræði) fjallar um hin sið-
ferðilegu verðmæti.
Fichte, Johan Gottlieb (1762—1814),
þýzkur heimspekingur, Reyndi að
gefa samfellda og sjálfri sér sam-
kvæma heimsmynd frá sjónarmiði
idealismans (hugspekinnar). Skv.
kenningum hans eru hlutimir
ekki til óháðir skynjunum okkar.
Allt felst í sjálfinu, óendanlegri
og óræðri vitund; meðvitund
mannsins er einnig hluti af henni.
Fiktion (egl. hugsmíð, tilbúningur),
röng ályktun, sem samt er not-
hæf, t. d. til þess að fá einfaldari
lausn á einhverju vandamáli.
Filosofi (heimspeki, úr grísku fi’los:
vinur og sofi’a: vizka) þýðir eig-
inlega vizkuást. Upphaflega tákn-
aði f. alla þekkingarleit, en hefur
síðar fengið æ sérstakari merk-
ingu. Heimspekinni er oftast nær
skipt í fræðilega (teoretíska) og
raunhæfa (praktíska) h. Hin
fræðilega h. nær yfir sálfræði,
rökfræði og þekkingarfræði, auk
sögu heimspekinnar. Hin raun-
hæfa h. nær yfir siðfræði, þjóð-
félags- eða réttarheimspeki, list-
fræði eða fagurfræöi, auk trú-
fræði (trúarsögu). H. hefur einn-
ig það verkefni að rannsaka
grundvöll og starfsaðferöir hinna
ýmsu vísindagreina og gefa yfir-
lit yfir þær niðurstöður, sem þær
hafa komizt að, og samræma
þannig árangur hinna ýmsu sér-
greina. Heimspekin hefur sem
slík fengið að nokkru leyti þá
merkingu, sem lögð var í orðið
filosofia í upphafi.
Heðonismi (munaðarhyggja), sið-
fræðistefna sem álítur að æðstu
gæði þessa heims liggi fólgin í
munaðinum. Mótsetning: ideal-
isminn.
Hegel, Friedrich (1770—1831), þýzk-
ur heimspekingur. Hann hélt því
fram, að þróun heimsins lyti sömu