Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 153
Heimspeki
135
lögmálum og hugsunin. Hvert
hugtak verðui- að mótsetningu
sinni, þegar það er þróað eftir
vissum reglum, en bæði hugtökin
renna saman í æðra hugtak. Þró-
im þjóðfélagsins er einnig að
Hegels áliti barátta milli mót-
setninga, sem að lokum samein-
ast.
Hume, David (1711—1776), enskur
heimspekingur, á svipaðri skoðun
og Berkeley (sjá B.). Við getum
aðeins gert okkur grein fyrir
skynjunum okkar, en ekki því,
sem þær byggjast á. Sú hugmynd
okkar, að ákveðið efni liggi til
grundvallar fyrir skynjunum okk-
ar, byggist á því einu, að vissar
skynjanir fylgjast oft að. H. efast
á sama hátt um gildi orsakasetn-
ingarinnar. Við höfum ekki rétt
til að álíta, að orsakasamhengi
sé milli tveggja skynjana af þeirri
ástæðu einni, að þær koma oft
fyrir hver á eftir annarri.
Hypotesa (tilgáta), skoðun, sem ekki
er sönnuð, en sett fram til að
skýra eitthvert fyrirbrigði.
Idealismi (hugsæisstefna, hugsjóna-
stefna, hugspeki) þýðir í þekk-
ingarfræðinni (sjá þ.) þá skoðun,
að það, sem við skynjum, sé ekki
raunverulegt, en einungis til í vit-
und okkar sjálfra, hvort sem þar
er átt við meðvitund einstaklings-
ins eða heildarinnar. Mótsetning:
realismi. í metafysikinni (dul-
spekinni) táknar i. þá skoðun, að
hin raunverulega verund alheims-
ins sé andlegs eðUs, en efnið er
skýrt sem ytra borð hennar. Sbr.
spirituaUsma. Mótsetning: mater-
ialismi. í siðfræðinni þýðir i. þá
skoðun, að dæma beri athafnir
manna eftir hugsjónagildi þeirra.
Mótsetning: hedonisminn.
Indeterminismi (valfrelsiskenning)
áUtur að maðurinn sé frjáls til
að velja og hafna. Mótsetning:
determinisminn (sjá de.).
Intuition er það nefnt, er menn
skynja ekki hin einstöku atriði
einhvers fyrirbrigðis, hvert um sig
eða hvert á eftir öðru, heldur öU
á sömu stundu.
Kant, Immanuel (1724—1804), þýzk-
ur heimspekingur, sem hafði
stórkostleg áhrif á heimspeki
samtíðar sinnar og seinni tima,
aðallega vegna efa síns um hæfi-
leika okkar til að öðlast algera
vissu um eðli hlutanna. K. heldur
því fram, að skynjanir þær, sem
við fáum með aðstoð skilningar-
vita okkar, öðlist fyrst samhengi
og meiningu við það, að skynsemi
okkar vinnur úr þeim. En alveg
eins og skynjunin sjálf er háð
ákveðnum reglum, starfar skyn-
semin eftir vissum lögmálum.
Þessi lögmál hafa aðeins gildi í
þeim heimi, sem við þekkjum, en
ekki, þegar reynslunni sleppir. Við
getum ekki gert okkur von um að
öðlast raunverulega þekkingu rnn