Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 154
136
Heimspeki
„hlutinn í sjálfum sér“ („das
Ding an sich“) eða raunveruleik-
ann eins og hann er, óháðan
hugsana- og skynjanaformum
okkar. Hinar ýmsu sannanir fyrir
tilveru guðs eiga ekkert skylt við
vísindalegan sannleika að áliti
Kants. En K. heldur því þó ekki
fram, að þess vegna séu þær í
sjálfu sér rangar, hann leggur
þvert á móti mikla áherzlu á þær
sem leiðbeiningu um rétt lífemi
á jörðinni. í ritum sínum berst
K. á móti þeirri skoðun, að dæma
beri athafnir okkar eftir því,
hvort þær hafa þarfar eða skað-
legar afleiðingar. Sú athöfn er
góð, að áliti K., sem framkvæmd
er af góðum vilja, hverjar sem
afleiðingar hennar verða. K. setti
fram eftirfarandi reglu fyrir
breytni manna: Breyttu þannig,
að ástæðan fyrir breytni þinni
geti einnig orðið grundvöllur al-
mennrar löggjafar.
Kausalitet, orsakarsamhengi.
Kierkegaard, Sören (1813—1855),
danskt skáld, heimspekingur og
trúboði. K. hélt því fram, að sann-
leikurinn liggi í vitund einstakl-
ingsins. Það er hægt að skilja
lífið og lifa því á margan hátt,
og milli hinna ýmsu lífsskoðana
liggur engin rökrétt leið. Menn
geta aðeins skipt um lífsskoðim
með frjálsu vali. K. gerir grein-
armun á þrenns konar lífsskoð-
unum: Þeirri fagurfræðilegu
(estetísku), siðfræðilegu (etísku)
og trúarlegu (religiösu). Trú hins
kristna manns stríðir að áliti
Kierkegaards á móti skynsem-
inni. Innihald trúarinnar er ein-
mitt fráleitt frá sjónarmiði hinn-
ar meðfæddu skynsemi. Trúarlífið
er þjáning. Síðustu ár ævi sinnar
átti K. í hörðum deilum við kirkj-
unnar menn.
Kosmologi (alheimsfræði) fjallar
um alheiminn, upphaf hans, eðli
og innra samhengi.
Kosmos, alheimurinn.
Kynikari, sá, sem aðhyllist, skoðun,
er fyrst var fram sett af gríska
heimspekingnum Anthisthenes
(um 440—370 f. Kr.). A. hélt því
fram, að æðsta dyggðin væri sú,
að geta komizt af með sem
minnstar þarfir. A. prédikaði aft-
urhvarf til náttúrunnar, og hafði
megnustu óbeit á menningunni.
Leibnitz, Gottfried Wilhelm (1646—
1716), þýzkur heimspekingur. Að
áliti L. er allt byggt upp af óend-
anlega litlum ólíkömnuðum eind-
um, monöðum. Allt er þannig and-
legs eðlis. Það, sem við skynjum
sem efnislegt, er einungis sam-
sett af óæðri eindum ,sem hafa
enga vitund. Sálin er hins vegar
gerð úr eindum með vitund. Eng-
in víxláhrif geta átt sér stað milli
eindanna. Þær fara aðeins eftir
lögmálum, sem í þeim búa, en guð
hefur frá upphafi stjórnað þeim
þannig, að þær fylgja hver ann-
arri, þannig að svo virðist sem
víxláhrif milli þeirra eigi sér stað.
Guð er upphaf alls, og betri heim-
ur en sá, sem hann hefur skapað,
er óhugsandi. Milli eindanna í
þessum heimi ríkir fyrirfram-
ákveðið samræmi. í riti sinu,
„Theodicé" (sjá T.), heldur L.
því fram, að þeir veraldlegu gall-
ar, sem okkur mönnunum finnst
á heiminum, séu nauðsynlegir
fyrir hið fullkomna samræmi