Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 155
Heimspeki
137
heildarinnar, en frelsi mannanna
er hins vegar orsök hins siðferöi-
lega böls.
tocke, John (1632—1704), enskur
heimspekingur. L. er raunhyggju-
maður (empiristi). Vitneskja okk-
ar um umheiminn byggist á
reynslunni. Fyrir tilstyrk skilning-
arvita okkar gerum við okkur
grein fyrir umhverfinu, og með
athugun á sálarlífi okkar getum
við öðlazt skilning á starfsemi
þess. Vissir eiginleikar, sem við
skynjun hjá hlutunum (s. s. rúm-
mál, hreyfing og harka þeirra)
liggja í þeim sjálfum, en aðrir (s.
s. hljóð og litir, sem okkur virð-
ist þeir gefa frá sér), eru hins
vegar algerlega bundnir við skyn-
færi okkar og liggja ekki í hlut-
unum sjálfum. Okkur er aðeins
unnt að öðlast fullkomna vissu um
samhengið milli skynjana okkar.
Þær veita okkur ekki örugga
þekkingu um umhverfið, en næga
þekkingu til þess, sem við þurfum
á að halda.
Materialismi (efnishyggja) heldur
því fram, að öll fyrirbrigði, einn-
ig sálarleg, eigi rót sína að rekja
til efnisins. Mótsetning: Spiritual-
ismi, idealismi.
Metafysik (dulspeki), sú grein heim-
spekinnar, sem leitast við að
kanna innsta eðli hlutanna, friim-
orsakir fyribrigðanna.
MiU, John Stuart (1806—1873),
enskur heimspekingur, þekktastur
fyrir kenningar sínar á sviði
stjórnmála og þjóðfélagsmála,
helzti frumkvöðull hins borgara-
lega frjálslyndis.
Monismi (einhyggja), notað um sér-
hverja stefnu, sem reynir að
skýra tilveruna út frá einhverri
ákveðinni grundvallarsetningu,
svo sem materialisminn, og spiri-
tualisminn hafa reynt að gera
hvor á sinn hátt. Andstætt því
eru hinar dualísku skoðanir, sem
skýra heiminn út frá tveim grund-
vallarlögmálmn (t. d. mótsetn-
ingunni milli anda og efnis) og
hinar pluralísku, realísku o. fl.
Nietzsche, Friedrich (1844—1900),
þýzkur heimspekingur. N. setti
fram kenninguna um „ofurmenn-
ið“, gegn jafnaðarkenningum lýð-
xæðisins, sem hann áleit að hindr-
aði hina eðlilegu þróun mann-
kynsins. „Ofurmennið“ hlýðir að-
eins sínum eigin vilja og er laust
við öll bönd; tilgangur mann-
kynssögunnar er að áliti N. sköp-
un þessa ,ofurmennis“.
Nominalismi, sjá realismi.
Ontologi fjallar um innsta eðli til-
verunnar. Sbr. metafysik.
Panteismi (algyðistrú), sú skoðun,
að guð búi í öllum hlutum, lif-
andi og dauðum, sem eins konar
ópersónulegur kraftur, er hefur
áhrif á allt. Sbr. ateismi, deismi,
teismi.
Parailellismi (hliðstæðisskoðun), sú
skoðun, að athafnir sálar og lík-
ama fylgi hver annarri og svari
hver til annarrar án þess að hafa
áhrif hver á aðra. Sbr. Spinoza.
Plato (427—347 f. Kr.), grískur
heimspekingur, lærisveinn Sókra-
tesar. í hinum kunnu ritgerðum
sínum í samræðuformi hélt hann
áfram rannsóknum læriföður síns
á hugtakinu um dyggðina. Hin
óháða hugsun er það eina, sem
gefur okkur fullkomna þekkingu
að áliti P. Sú þekking, sem byggð
er á reynslu, er ekki eins örugg.
Þær myndir, sem skynfæri okkar