Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 156
138
Heimspeki
gefa okkur af umheiminum, eru
einungis eftirmynd af eilífum
frummyndum e3a hugmyndum,
og meSal hugmyndanna er hug-
myndin um hið góSa æSst. Skyn-
heimurinn er aSeins skuggamynd
samanboriS viS hugmyndaheim-
inn, sem er jafn raunverulegur.
Þekking vor á hugmyndaheim-
inum er aSeins til í minni okkar,
því aS sálin hefur séS hann,
áður en hún kom til efnisheims-
ins. Sálin er ódauðleg og hverfur
til hugmyndaheimsins, þegar hún
hefur verið hreinsuð. — f ritgerð
sinni, „Rikið“, hefur Plato dregið
upp mynd af fyrirmyndarríkinu,
þar sem vísindamennirnir og
heimspekingamir ríkja yfir her-
mönnunum og verkalýðnum.
Pluralismi (fjölhyggja), sjá mon-
ismi.
Positivismi (jákvæðishyggja) heim-
spekistefna, sem afneitar öllu
dulspekisgrufli, og viðurkennir
aSeins þann sannleika, sem
byggður er á reynslu.
Pragmatismi (gagnsemishygg j a),
heimspekistefna, bandarísk að
uppruna, sem álítur sannleikann
í ákveðinni skoðun vera kominn
undir því, hvort hún reynist
gagnleg í daglegu lífi.
Rationalismi (skynsemishyggja),
notað venjulega um þá skoðun,
að heimurinn og tilveran sé að
öllu leyti skiljanleg fyrir mann-
lega skynsemi. Þeir, sem aðhyll-
ast r., álíta skynsemina, en ekki
skynjunina, eina örugga grund-
völl þekkingarinnar. Mótsetning:
Sensualismi.
Realismi (raunsæisstefna, raun-
speki. 1) stefna í skólaspeki mið-
aldanna, sem áleit að hugmyndir
okkar um hlutina séu æSri raun-
veruleiki en hlutirnir sjálfir. Gagn-
stætt þessU hélt nominalisminn
því fram, að hugmyndir okkar
væru aðeins heiti á ákveðnum
hlutum og ekki til án þeirra. 2)
í þekkingarfræðinni (sjá þ.)
táknar r. þá skoðun, að til sé
raunveruleiki, óháður skynjunum
okkar, raunveruleiki, sem við get-
um skynjað og skilið að meira
eða minna leyti. Mótsetning:
Idialismi, subjektivismi.
Relativismi (afstæðishyggja),
skoðun, sem segir, að engin al-
gild sannindi séu til, en viður-
kennir aðeins, að eitthvað sé satt
eða gott, fagurt eða ljótt o. s. frv.
miðað við ákveðinn tíma, per-
sónur o. s. frv.
Rousscau, Jean-Jacques (1712-1778),
franskur heimspekingur, barðist á