Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 157
Heimspeki
139
móti bjartsýni upplýsingaraldar-
innar á gæði menningarinnar. R.
segir, að maðurinn sé góður frá
náttúrunnar hendi, en menningin
eyðileggi verk náttúrunnar. Hann
hvetur því til afturhvarfs til iíf-
ernis, sem sé í samræmi við nátt-
úruna. R. boðar einnig komu hins
„fullkomna" lýðræðis, þar sem
stjórnendurnir eru aðeins verkfæri
í höndum almennings.
Schelling, Friedrich (1775—1854),
þýzkur heimspekingur. Að áliti S.
er sama grundvallarlögmálið,
„heimssálin", fyrir hegðun allra
hluta. Dautt efni er ekki til. All-
ur heimurinn er lifandi. S. hafði
mikil áhrif á rómantískuna í bók-
menntum.
Schopenhauer, Arthur (1788—1860),
þýzkur heimspekingur. S. hélt því
fram, að innsta eðli tilverunnar
væri fólgið í óákveðnum vilja. í
öllum hlutum býr blind þrá, sem
hjá manninum kallast meðvitund.
Þessari þrá verður aldrei fullnægt.
Lifið er þjáning. Listin getur
dregið úr henni, meðaumkunin
getur linað hana, en við þján-
inguna losnum við aðeins með
því að afneita sjálfri lífslöngun-
inni.
Sensualismi (skynhyggja), oftast
notað um þá skoðun, sem segir,
að skynjanir skilningarvita okkar
myndi eina örugga grundvöll
þekkingarinnar. Sbr. empirisma
og positivisma. Mótsetning: Rati-
onalismi.
Skeptisismi (efahyggja) segir, að
útilokað sé að öðlast hiutlæga
(objektiva) þekkingu.
Sófistar (vizkuvinir), flokkur griskra
efahyggjumanna. Þeir gátu sér
orð fyrir málsnilld og rökvísi. Nú
þýðir orðið sófisti oft „hártog-
ari“, eiginlega að ósekju.
Sókrates (470—399 f. Kr.), grískur
heimspekingur, var kennari í
heimspeki í Aþenu. Að áliti S. er
vanþekkingin orsök hins illa. Sá,
sem veit rétt, breytir rétt, og því
er höfuðatriðið að vinna bug á
vanþekkingunni. S. var að ósekju
ákærður fyrir guðsafneitun og
dæmdur til dauða.
Solipsismi heldur því fram, að ein-
staklingurinn geti aðeins öðlazt
örugga þekkingu um sjálfan sig
og sálarlíf sitt.
Spinoza, Benedictus Baruch (1632—
1677), hollenzkur heimspekingur
af portúgalskri gyðingaætt. S. er
panteisti (sjá p.). Að áliti hans er