Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 173
Flag
155
Þrýstilof tsf lugvélar.
Á venjulegum flugvélum er það
hreyfillinn og skrúfan, sem breyta
hitaorku eldsneytisins í hreyfiorku.
Það er þó aðeins 90% af hitaork-
unni, sem nýtist. Nothæfni skrúf-
unnar er einnig komin undir flug-
hraðanum, og kraftur hennar þverr,
er hringsnúningur blaðanna nálg-
ast hraða hljóðsins. Við þær til-
raunir, sem hingað til hafa verið
gerðar, hafa menn komizt á þá
skoðun, að með skrúfuhreyflum
muni ekki hægt að ná meiri hraða
en 850 km. á klukkustund. Þess
vegna hefur verið reynt að nota
hitaorku eldsneytisins á hagkvæm-
ari hátt, nefnilega með þv£ að not-
færa sér þrýstiorkuna, sem mynd-
ast við bruna eldsneytisins, m. ö. o.
með því að láta gasstraum, er
streymir aftur úr flugvélinni, knýja
hana áfram.
Þrýstiorka.
Þrýstiorkan er ekki nein ný upp-
finning. Hinn gríski stærðfræðing-
ur og eðlisfræðingur, Heron frá
Alexandríu, sem uppi var h. u. b.
100 árum fyrir Krist, var þá þegar
ljós verkun hennar, og hin svo
kallaða Heronsgufukúla er líklega
fyrsta tilraunin, sem gerð hefur
verið með þrýstiorku. (Á öðrum
málum eru umræddar flugvélar
kallaðar „reaktions“flugvélar, en
það orð á rætur sínar að rekja
til lögmáls, sem brezki eðlisfræð-
ingurinn Newton setti fram og er
á þá leið, að ,,aktion“(verkun) og
„reaktion" (mótverkun) séu jafnar
að styrkleika og verki í gagnstæðar
áttir). Gufan, sem leidd er inn 1
kúluna, streymir út um tvær L-laga
pípur, sem eru sitt hvoru megin
á kúlunni og vita £ gagnstæðar
áttir, og þenst út £ breiða geisla.
Gufustrókarnir, sem streyma út úr
kúlunni, mæta við útkomuna mót-
stöðu loftsins og við það snýst kúlan
£ hring.
Þrýstiorkan er gamalkunn frá
flugeldunum, og það hafa oft verið
á döfinni ráðagerðir um að smíða
flugtæki, sem knúin væru á sama
hátt og flugeldarnir, og má £ þvi
sambandi nefna heilabrot manna
um ferðir til tunglsins með slikum
flugtækjum.
Flugvélar, sem hafa skrúfu,
byggja raunverulega á sama lög-
máli og þrýstiloftsflugvélarnar.
Skúfurnar valda nefnilega loft-
straumi, sem er tiltölulega þéttur,
en hraðalítill. Þrýstiloftsflugvélarn-
atr notast hins vegar við gasstraum,