Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 174
156
Flug
sem er tiltölulega þunnur, og þarl
þess vegna að hafa mikinn hraða.
Þessar tvenns konar aðferðir tii að
knýja flugvélarnar áfram, eru
þannig svipaðar að eðii, það, sem
skilur á milli þeirra, er hins vegar,
hvernig loftstraiunurinn myndast.
Margir eru á þeirri skoðun, að það,
sem knýi þrýstiloftsflugvélarnar á-
fram, sé loftmótstaðan, sem gasið
verður fyrir, er það streymir aftur
úr þeim. En þessi skoðun er ekki
rétt. Þetta má ef til vill útskýra
bezt á eftirfarandi hátt (sjá mynd
2):
Gerum ráð fyrir, að við höfum
málmkúlu, sem íyllt er með venju-
legu gasi. Við kveikjum í gasinu með
þar til gerðu áhaldi. Afleiðingin
verður sprenging, sem þrýstir jafnt
í allar áttir innan á kúluna. Kúlan
hreyfist ekki neitt, vegna þess að
þrýstingurinn á eina hlið hennar
vegur upp á móti þrýstingnum á
gagnstæða hlið.
Hugsum okkur, að við borum
gat á kúluna og endurtökum til-
raunina. Við sprenginguna kemur
fram þrýstingur innan á kúluna,
allsstaðar nema við gatið, en þar
mætir gasið engri mótstöðu og
streymir þar því óhindrað út. Sú
hlið kúlunnar, sem er andspænis
gatinu, verður nú, sem fyrr, fyrir
þrýstingi, en á þá hlið kúlunn-
ar, sem gatið er á, verður eng-
inn þrýstingur. Afleiðingin liggur í
augum uppi: Kúlan hreyfist eftir
þrýstingnum, þ. e. a. s. í áttina frá
gatinu. Ekkert utan kúlunnar hef-
ur áhrif á, hvað gerist. Það sama
á sér stað, hvort sem tilraunin er
gerð í lofttómu rúmi, eða við venju-
legan loftþrýsting. Þetta er í stuttu
máli grundvallarlögmál þrýstiork-
unnar.
Þrýstiloftshreyfillinn.
Einfaldasti þrýstiloftshreyfiliinn,
sem meðal annars er notaður í
brezkum og bandarískum orustu-
flugvélum, vinnur á eftirfarandi
hátt (sjá skýringarmynd 2): Loftið
umhverfis flugvélina snýst inn um
op fremst á „hreyflinum". Þar
lendir það í þétti (kompressor),
sem dælir því með miklum þrýst-
ingi inn í brennsluhólfið, þar sem
það bla,ndast kveikiefni (steinolíu-
blöndu). Þegar loftið hefur bland-
azt kveikiefninu, er kveikt í blönd-
unni. Við það kemur fram mikill
hiti í brennsluhólfinu, sem orsakar
gífurlega útþenslu á gasinu, er
streymir með geysilegum hraða út
um op aftan á hreyflinum. En áður
en gasið kemst alla leið, er það
látið fara gegnum iðuhjól (túrbínu),
sem situr á sama ás og þéttirinn.
Er gasið streymir inn í iðuhjólið,
veldur það mjög hröðum snúningi
á hjólinu, en það orsakar hins veg-
ar, að gasstrókurinn þeytist út um
hið keilulaga útstreymisrör með
geysilegum hraða. Þó að loftið verði
fyrst að fara gegnum þéttinn, er
það samt iðuhjólið, sem ræður mestu
um hraða þess og þrýsting. Loftið
(gasið), sem þanizt hefur út vegna
hitaaukningarinnar í brennsluhólf-
inu, veldur snúningi iðuhjólsins og
þar með þéttisins. Mönnum gæti
virzt, að það, sem hér á sér stað,
samsvari því, að maður tæki sjálfan
sig upp á hárinu.
Þar sem iðuhjólið getur ekki snú-
izt án þess að gasið frá brennslu-
hólfinu streymi inn í það, verður