Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 176
158
Flug
unni eftir teikningum ítalska verk-
fræðingsins Campinis. Undirbún-
ingur smiðisins var hafinn 1932, og
1940 fór fyrsta reynsluflugiö fram.
Caproni-Campiniþrýstiloftsflugvélin
er lágvængjuð einþekja. Skrokkur-
inn er sívalur og mestur um miðj-
una. Loftið kemur inn að framan
og þenst út í hólfinu, sem víkkar
aftur, en jafnframt eykst hraði þess.
Síðan fer það gegnum þétti, sem
knúður er af venjulegum flugvéla-
hreyfli (sjöcylindra loftkældum
stjörnuhreyfli, sem er 440 hestöfl),
og eykur þéttirinn hraða loftsins
geysimikið. Um leið hitnar það og
þenst þar af leiðandi út, en við
það eykst hraði þess enn meir.
Loftið hitnar einnig við það að gas-
ið, sem hreyfillinn gefur frá sér,
blandast loftstramnnum. Heitt loftið
þeytist síðan með miklum hraða út
um afturenda vélarinnar, en það
knýr vélina áfram.
Sænski verkfræðingurinn Lys-
holm kom 1933 fram með hugmynd
um þrýstiloftshreyfil, sem búinn
væri margföldum þétti, er knúinn
væri af margföldu gas-iðuhjóli.
Sama ár birti Frakkinn Hené Leduc
nokkrar tillögur um smíði þrýsti-
loftsflugvéla, sem að mestu leyti
voru byggðar á sama lögmáli og
notað er í Caproni-Campini flug-
vélinni.
Árið 1933 byrjaði einnig Kng-
lendingurinn F. Whittle tilraimir
sínar með þrýstiloftshreyfilinn, og
var hann reyndur í fyrsta sinn í
apríl 1937. Skýringarmynd 2 er gerð
eftir slíkum hreyfli. Brezka flug-
málaráðuneytið pantaði árið 1939
fyrstu flugvélina, sem gerð var eftir
teikningum Whittles, og var hún
smíðuð af Gloster Aircraft Co.
Sjálíur hreyfilliim var smiðaður af
Power Jet Ltd., sem þá var nýstofn-
að. Reynsluílugið fór fram 1. maí
1941. Sama ár gerðu Bretland og
Bandaríkin samning með sér um
samvinnu við frekari þróun og smiði
þrýstiloftsflugvéla, og var bandariska
félaginu General Electric Co. falin
smíði hreyflanna. Þetta leiddi til
þess, að brezki ílugherinn lét byggja
allmargar tveggja hreyfla þrýsti-
loftsorustuvélar hjá Gloster Air-
craft Co„ og var gerðin nefnd
„Meteor". Samtímis var í Banda-
ríkjunum hafin smíði þrýstiloíts-
flugvélar með einum hreyfli, Lock-
heed P-80, öðru nafni „Shooting
Star“ og einnig tveggja hreyfla or-
ustuflugvélarinnar Bell P-59 A, öðru
nafni „Airacomet". Þjóðverjar
höfðu einnig unnið af kappi að
framleiðslu flugvéla af þessari teg-
und og í stríðslok hafði þýzki ílug-
herinn eftirtöldum þrýstiloítsflug-
vélum á að skipa: tveggja hreyfla
sprengiflugvélinni Arado Ar 234,
tveggja hreyfla orustuflugvélinni
Heinkel He 180, eins hreyfils or-
ustuflugvélinni Messerschmitt Me
163 og tveggja hreyfla orustuflug-
vélinni Messerschmitt 262.