Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 189
Sjónvarp
Englendingar hafa verið braut-
rySjendur á sviði sjónvarpsins. Voru
þeir búnir að setja fram kenning-
una um sjónvarpið árið 1908. Og
17 árum seinna sýndi J. L. Baird
það notað í raun og veru. Árið
1936 var sjónvarpsþjónusta brezka
útvarpsins stofnuð, og sendi hún
reglulega, þangað til stríðið brauzt
út. í júní 1946 var byrjað á út-
sendingum aftur, og fyrsta stóra
atriðið sem sjónvarpið var, var sig-
urgangan í London 8. júní, sem
sjónvarpað var beint til hinna ca.
20,000 sjónvarptækja, sem til eru
í London. Einnig í Bandaríkjunum
,eru til nokkur fyrirtæki, sem sjón-
varpa reglulega.
Hin tæknilega hlið sjónvarpsins
er þegar leyst til hlítar, í öllu falli
hvað viðvíkur sjónvarpi af svart-
hvítum myndum. Meginreglan fyrir
sjónvarpið er, að því, sem á að sjón-
varpa, hvort sem það er atriði á
leiksviði eða atburður undir beru
lofti, er skipt í fjölda mynda-hluta,
sem svo eru sendar í samhangandi
röð í gegnuin sendistöðina (Emi-
tron-vélina). í stöðinni er nefni-
lega rör, sem sjónvarpið er tekið
upp á, sem Englendingar hafa nefnt
Emitron. í þessu röri er málm-
skermur eða plata, og þegar ljósið
fellur á þennan skerm, sem sam-
settur er úr milljónum aðskildra
alkaliskra silfureininga, losnar raf-
magnið að meira eða minna leyti,
allt eftir skugganum og ljósinu í
því, sem sjónvarpa á. Einnig er
nokkurskonar „rafmagnsbyssa" í
rörinu, sem skýtur án afláts á
skerminn og bætir þannig upp raf-
magnið, sem losnar vegna áhrifa
ljóssins. Þessi „rafmagnsskot" skipta
skerminum í línur, eins og maður
sem les í bók strikaði undir hverja
línu. Eftir þeirri aðferð, sem Eng-
lendingar nota, er myndinni skipt
í 405 línur, og þessi skipting er
endurtekin 25 sinnum á hverri sek-
úndu. í dæminu um manninn, sem
las í bók, myndi þá hver síða vera
með 405 línum og maður læsi 25
síður á sekúndu. Það er auðvitað
ekki hægt fyrir auga mannsins, en.
sendistöðin getur framleitt straum,
sem sveiflast allt að 3 milljón sinn-
um á sekúndu, og breytist alltaf
eftir atriðinu sem sjónvarpað er.
Til að hægt sé að gera þetta, er
sendistöðin útbúin með mjög flóknu
rafmagnstæki, sem haft er í næsta
herbergi. Aðalhluti þessa tækis er
therm-ionisk rör (rafeindarör, sem
búið er að losa við gasið).
Einnig er hægt að sjónvarpa
venjulegum kvikmyndum, en þá
veröur að nota tvö sérstaklega gerð
sýningartæki, sem sett eru í sam-
band við sjónvarpssendistöðina..
Sjálf útsendingin fer fram á ultra-
stuttum bylgjum, frá 10 metrum
og minna. Þetta hefur það í för
með sér, að sendistöðin verður að
sjást langt að, því aðeins er hægt
að nota sjónvarpsmóttakara frá
stöðum, sem sjást frá sendistöðinni.
Þess vegna verður sendistöðin að
liggja eins hátt og hægt er. í New
York hefur t. d. verið byggð sendi-
stöð efst á Empire State Building,
næst-hæsta húsi heimsins. Annars
hafa New York-búar sín sérstöku
vandamál með sjónvarpið, vegna
hinna miklu skýjakljúfa, sem stöðva
últra-stuttu bylgjurnar. Annars er