Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 204
182
Ríkisútvarpið
heildum, atvinnustofnunum og ein-
stökum mönnum.
Skrifstofa útvarpsráðs sér um að
fyrirmæli útvarpsráðs, að því er
varðar dagskrá, séu framkvæmd.
Skrifstofustjóri er Helgi Hjörvar.
Fréttastofan annast söfnun frétta,
innlendra sem erlendra. Hefur hún
fréttaritara víðsvegar um landið og
tvo erlendis, einn í Kaupmannahöfn
og annan í Stockholm. Frétta er
einnig aflað með þvi að hlusta á
erlendar fréttasendingar gegn um
útvarp, Morse og Hellscriber, og auk
þess er efni tekið úr erlendum blöð-
um og timaritum. Yfirumsjón dag-
legs fréttaflutnings er í höndum út-
varpsstjóra, en hann getur skotið
vafasömum atriðum undir úrskurð
útvarpsráðs. Fil. kand. Jón Magn-
ússon veitir Fréttastofunni forstöðu.
Auglýsingaskrifstofan veitir mót-
töku auglýsingum og fréttum, sem
óskað er að fluttar verði í útvarp, og
sér um að fylgt sé ákvæðum þeirra
reglugerða og fyrirmæla, sem sett
hafa verið um það efni. Yfirumsjón
daglegra auglýsinga er í höndum
útvarpsstjóra, en hann getur skotið
vafasömum atriðum undir úrskurð
útvarpsráðs.
Auglýsingagjaldið er ýmist kr.
2,00 eða 4,00 fyrir orðið, eftir þvi
hvenær lestur fer fram.
Innheimtustofan annast inn-
heimtu afnotagjalda i Reykjavík og
tekur við greiðslum frá umboðs-
mönnum sínum, sem eru i öllum
póstumdæmum landsins. Frk. Sig-
ríður Bjarnadóttir veitir Innheimtu-
stofunni forstöðu.
Árlegt afnotagjald er nú kr.
100,00, en þar af renna kr. 40,00 í
framkvæmdasjóð, vegna fyrirhug-
aðra byggingaframkvæmda.
Tónlistadeildin annast innkaup á
nótum og plötum, og velur þá tón-
list, sem útvarpið flytur. Tónlist-
arstjóri er Páll ísólfsson, tónskáld.
Hjá útvarpinu stafar 18 manna
föst hljómsveit undir stjórn Þórar-
ins Guðmundssonar, tónskálds.
Hinir tæknilegu menn útvarps-
ins eru tíu talsins, að meðtöldum
verkfræðingnum, Gunnlaugi Briem,
sem jafnframt er verkfræðingur
Landssímans.f aðalhúsakynnunum í
Reykjavik starfa fjórir menn undlr
umsjón yfirmagnaravarðar, Dag-
finns Sveinbjörnssonar, í útvarps-
stöðinni á Vatnsendabæð tveir und-
ir umsjón Guðbjartar H. Eiríks-
sonar, en Davíð Árnason vinnur
einn í endurvarpsstöðinni á Eiðum.
Ríkisútvarpið starfrækir viðgerð-
arstofu og viðtækjasmiðju, og veitir
Jón Alexandersson þeim báðum for-
stöðu. Viðgerðarstofan hefur útbú á
Akureyri undir stjórn Gríms Sig-
urðssonar.
Auk tækjaviðgerða og nýsmiða í
vinnustofu, hefur Viðgerðarstofan
umsjón með viðgerðarferðum um
landið og annast fræðilegt uppeldi
viðgerðarmanna.
Símanúmer útvarpsins:
Útvarpsstjóri............. 4990
Skrifstofa dagskrár....... 5248
Formaður útvarpsráðs .. 5248
Skrifstofa útvarpsráð ... 4991
Aðalskrifstofa útvarpsins . 4993
Fréttastofan ........ 4994 og 4845
Auglýsingaskrifstofan .... 1095
Innheimta afnotagjalda . 4998
Tónlistadeild ............ 4963
Verkfræðingur útvarpsins. 4992
Viðtækiasmiðja útvarpsins 4997
Viðgerðarstofa útvarpsins. 4995
Viðtækjaverzlun ríkisins . 3822—23
— útsala, Lækjarg. 8 ... 4920