Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 208
186
Fræg bókmenntaverðlaun
England: Ruryard Kipling (1907),
George Bernhard Shaw (1925), John
Galsworthy (1932), T. S. Elliot (’48)
Ítaiía: Giosué Carducei (1906),
Grazia Deledda (1926), Luigi Piran-
dello (1934).
Noregur: Björnstjerne Björnson
(1903), Knut Hamsun (1920), Sig-
rid Unset (1928).
Svíþjóð: Selma Lagerlöf (1909),
Verner von Heidenstam (1916), Erik
Axel Karlfeldt (1931).
Bandaríkin: Sinclair Lewis (1930),
Eugene O’Neill (1936), Pearl S.
Buck (1938).
Pólland: Henry Sienkievicz
(1905), W. St. Reymont (1924).
Spánn: José Echegaray (1904),
Jacinto Benevente (1922).
Belgía: Maurice Maeterlinck
(1911).
Bengalía: Rabindranath Tagore
‘(1913).
Finnland: F. E. Sillanpaá (1913).
írland: William Butler Yeats
(1923).
Rússland: Ivan A. Bunin (1933).
Sviss: Carl Spitteler (1933), Her-
mann Hesse (1946).
Nobelsverðlaununum í bókmennt-
um var ekki úthlutað 1914, 1918,
1935, 1940, 1941, 1942, 1943.
Pulitzer-verðlaunin.
Pulitzer-verðlaunin eru að upp-
hæð 1000 dollarar og er úthlutað
árlega til rithöfunda, sem skrifað
hafa:
1) Beztu skáldsögu ársins í
Bandaríkjunum, 2) bezta ameríska
leikritið, sem sett hefur verið á svið
í New York einhvern tíma á árinu,
3) beztu bókina um sögu Ameríku,
■4) beztu ameríkönsku ævisögu árs-
ins og að lokum 5) bezta amerík-
anska ljóðasafn ársins. Þeim var
úthlutað í fyrsta skipti frá Columbía
háskólanum í New York árið 1917.
Verðlaununum hefur meðal annars
verið úthlutað til eftirfarandi skáld-
sagnarithöfunda:
Booth Tarkington, Edith Whar-
ton, Willa Cather, Thornton Wilder,
Eugene O’Neill, Edwin Arlington
Robinson, Pearl S. Buck, Margaret
Mitchell, Maxwell Anderson, John
Steinbeck, William Saroyan og
Robert Sherwood.
Minningar-verðlaun Sheliey’s.
Þessum verðlaunum er úthlutað
einu sinni á ári til minningar um
Percy Bysshe Shelley. Gefandi
þeirra er: Mary P. Sears. Þau eru
að upphæð, um það bil 800 dollarar
og er þeim einungis úthlutað til nú-
lifandi ameríkanskra skálda. Fyrsta
skipti úthlutað 1929.
S talín verðlaunin.
Stofnað var til Stalínverðlaun-
anna 1940 og er þeim úthlutað fyrir
vísindi, uppfinningar, bókmenntir
og listir. Þeim var í fyrsta skipti
úthlutað 15. marz 1941. Þá fengu
þeir Aleksej Tolstoj, Sergejef-
Tsenskij og Sjolochof allir þrír
fyrstu verðlaun fyrir sagnaskáld-
skap: 100.000 rúblur. Fyrstu verð-
laun fyrir ljóðaskáldskap (sömu
upphæð) hlutu þeir Assejef, hvít-
rússneska skáldið Kupala og Ukra-
inumaðurinn Tyjina. Leikritaverð-
launin (sömu upphæð) hlutu þeir
Trenef, Kornejtjuk og Pogodin.
Auk þess var úthlutað 10 öðrum
verðlaunum, sem hver um sig voru
að upphæð 50.000 krónur. Seinna
hafa meðal annarra Ilja Ehrenburg
og Wanda Wasilevska hlotið Stalin-
verðlaunin.