Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 224
íslenzk myndlist fram til 1900
Saga íslenzkrar myndlistar er
ennþá með öllu órannsakað efnl og
því almennt álitið, að hún sé mjög
ung menningargrein hér á landi og
hefjist jafnvel ekki fyrr en um síð-
ustu aldamót. Þetta er með öllu
rangt. Myndlist okkar er jafngömul
byggð landsins og stendur með mikl-
um blóma út allar miðaldirnar.
Eftir siðaskiptin fer þó að sjá
sterk hnignunarmerki, og þótt til
séu einstakir listamenn eftir það,
má segja, að íslenzk myndlist Uggi
dauð í rúmar tvær aldir. Það er ekki
fyrr en á seinni hluta 19. aldar,
sem líf færist í hana á ný, og þá
einungis fyrir erlend áhrif, því öll
tengsl við fyrri list þjóðarinnar eru
slitin. TJpp frá því tekur við ákaf-
lega lífræn þróun, svo nú má segja,
að við stöndum mörgum nágranna-
þjóðum okkar ekkert að baki.
Þótt ekkert hafi verið skeytt um
myndlist okkar frá fyrri öldum, er
arfur okkar frá þeim tíma samt
mikill, sérstaklega í handritunum,
og þegar öll kurl koma til grafar,
mun auður okkar á því sviði sízt
vera minni en hinna Norðurland-
anna.
Fram til 1300.
Fyrstu öldina eftir landnám bygg-
ir íslenzk list algjörlega á þeirri
hefð, sem var ríkjandi í Noregi, stíl
vikingatímans. Goðalíkneskin eru
eintrjáningar og þvi þjöppuð í formi
og jafnhliða. Fléttumynztur, oft
með drekamyndum, eru sterkasti
þátturinn í öllum skreytingum tíma-
bilsins. Strax eftir kristnitökuna
fara nýir straumar að berast til
landsins. Fákunnátta manna í smíð
kirkjugripa og öllu því, er að krist-
inni trú lýtur, býður slíkum inn-
flutningi heim, og koma þeir aðal-
lega, auk Noregs, frá írlandi og
Frakklandi. Flestum þessara gripa
var það sameiginlegt, að þeir voru
undir sterkum býsantiskum áhrif-
um.
Þegar íslendingar fara að átta
sig á gerð þessara gripa og kynnast
kenningum og siðum kirkjunnar
betur, fara þeir smám saman að
fullnægja þörfinni sjálfir. Sem
dæmi um þetta má nefna, að þegar
Páll biskup lætur gera skrín yfir
helga dóma hins sæla Þorláks, sem
var eflaust mest gripa, er á íslandi
hafa verið, fær hann til þess Þor-
stein skrínsmið, ,,er þá var gullhag-
astur maður á íslandi". Þótt mik-
illa áhrifa þessara erlendu strauma
hafi gætt í listum íslendinga fyrst
í stað, bar hún samt fyrst og fremst
keim þeirrar formhefðar, sem fyrir
var í landinu. Þetta sambland er-
lendra klassiskra og býsantiskra
áhrifa við heiðna norræna list,
nefnum við rómanskan stíl.
Aðaleinkenni rómanska stílsins í
listum okkar er jafnhliða mynd-
bygging, drottnandi láréttar línur
og skýr afmörkun einstakra flata.
Það er lítil sem engin tilraun til
að lýsa geðhrifum, túlkun lista-
mannsins er oft fjarræn og óveru-
leg.
Meðal helztu listaverka þessa
tímabils má nefna: Þórslíkneski úr
eir (Nat. mus. Kmh.), skálahurðin
mikla frá Valþjófsstað (Þjóð-
m.s.), róðukross frá Ufsum í Svarf-
aðardal (Þjóm.s.), Maríulíkneski
frá Múlakirkju og altarisklæði með
sögu hl. Maríu frá Reykjahlíð.