Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 225
Myndlist
203
(Hvorttveggja í Nat. mus. Kmh.).
Af myndum í handritunum eru
helztar þær í „Physiologus" nr. 673,
4to. og mynd hl. Maríu nr 249c,
fol. i Árnasafni.
Af listamönnum tímabilsins eru
helztir: Ingunn Guðmundsdóttir á
Hólum (á fyrri hluta 12. aldar),
Margrét hin haga, prestkona í Skál-
holti (um 1200) og Atli prestur,
skrifari Páls biskups, er m. a. mál-
aSi innan allan stöpul dómkirkj-
unnar í Skálholti.
1300—1400.
A öndverðri 13. öldinni hafði ný
stllgerð rutt sér til rúms í Frakk-
landi og Bretlandi, sérlega í bygg-
ingarlistinni, hinn svonefndi gotn-
eski stíll. Samband Noregs við
frönsku og ensku hirðirnar var
mjög náið fram eftir 13. öldinni, og
gætti hinna nýju áhrifa fyrr þar
í landi en viðast hvar annarsstaðaf.
Eftir að íslendingar gengu Noregs-
konungi á hönd, 1264, og samband
þjóðanna komst í fastari skorður
en áður, leið ekki á löngu, áður en
gotneski stíllinn fór einnig að ryðja
sér til rúms hér á landi. Sömu
áhrif bárust einnig beint frá
Frakklandi og Englandi, auk þess,
sem margt annað stuðlaði að þess-
ari byltingu.
Gotneski stíllinn hér á landi er
aðallega falinn í hárri myndbygg-
ingu, þar sem lóðrétt lína er ráð-
andi, einatt mishliða. Annar mun-
ur er sá, að rómönsk list fæst að-
allega við kyrrstæðar myndir, svo
sem Maríu í hásæti, Krist á kross-
inum og einstaka helgimenn, þar
sem gotnesk list byggir frekar á
myndrænum frásögnum. Eða rétt-
ara sagt, nauðsynin til myndrænna
frásagna, a. m. k. í handritalýs-
ingunum, sem skapaðist með hin-
um nýju lögbókum, biblíuþýðingum
og helgisögum, fer ekki að gera
verulega vart við sig, fyrr en um
aldamótin 1300. í gotneskri list eru
ríkjandi sterk geðhrif, ný og per-
sónulegri túlkun listamannsins á
viðfangsefni sínu.
Timabilinu er rétt að skipta i
tvennt, frumgotneska og hágotneska
list. f frumgotneskri gerð eru geð-
hrifin, uppleitin hreyfing og óró-
leiki línunnar allsráðandi. Þegar
kemur fram á miðja öldina, fer að
skapast meira jafnvægi, byggingin
verður víðari og þyngri og túlkunin
jarðneskari.
Meðal helztu verka frumgotneska
tímabilsins má telja teikningu af
Ólafi helga í A. M. 68, fol., písla-
söguna, 8 myndir, í A. M. 241a, fol.,
myndir úr sögu Nikulásar helga í
kgl. safninu í Stokkhólmi, nr. 16,
fol„ og altarisklæði frá Hrafnagill
með postulunum 12, í Nat. mus.
Kmh.
Helztu listamenn fyrra hluta ald-
arinnar eru: Stefán Hauksson, fjöl-
hæfur listamaður, er var staddur
í Niðarósi 1323, er Laurentius Kálfs-
son dvaldi þar sem elektus, og bar
hann ker biskupsefnis um veturinn.
Er hans getið sem mesta meistara
á gullsmíð, gröft og teiknun. Bjó
hann m. a. bolla Jóns biskups helga,
er Laurentius hafði seinna með sér
til Rómar, en sjálfur orkti hann
versin, sem á hann eru greypt.
Þórarinn Eiríksson, pentur (mál-
ari), mun hafa unnið að skreytingu
hinnar nýju kirkju að Vatnsfirði
við ísafjarðardjúp, er byggð var
1335. Hann særði prestinn á staðn-
um og flúði til Noregs, þar sem