Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 228
20G
Myndlist
Thoroddsen og aðra af Sigurði
Hansen.
Málarar þeir, sem hér eru nefnd-
ir, gerðu aðallega mannamyndir, og
er langt í frá, um flesta, að þeir
hafi haft næga kunnáttu og æfingu
til að gera verkefnum sínum full
skil. Með síðustu málurum þessa
tímabils, Sigurði Guðmundssyni og
Þórarni B. Þorlákssyni, fer vegur
íslenzkrar myndlistar aftur nokkuð
hækkandi, verkefni þeirra eru marg-
breytilegri og kunnátta meiri.
Sigurður Guðmundsson (f. 1833,
d. 1874) nam í Kaupmannahöfn og
varð fyrir allsterkum rómantískum
áhrifum. Kemur þetta einna skýr-
ast fram í sjálfsmynd hans, sem
er meðal beztu verka hans. Þórarinn
B. Þorláksson (f. 1867, d. 1924) var
bókbindari að iðn, en stundaði
einnig listnám í konunglega lista-
háskólanum í Kaupmannahöfn.
Flestar myndir hans eru landslags-
myndir,
LAKK- & MÁLNINGAVERKSMIÐJAN
HARPA H.F
Skúlagötu-Hringbraut, Reykjavík . Símnefni Harpa . Sími 1547.
*
Verksmiðjan var stofnuð árið 1936. Hefur hún siðan stöðugt aukið
starfsvið sitt, og framleiðir nú:
Til húsa: Harpo og Harpolin, tilbúna máln-
ingu til úti og inni notkunar.
Til skipa Botn-, lesta-, vatnslínu- og utan-
borðsmálingu o. fl.
Til brúa og annarra mannvirkja: Harpo ryð-
varnarmálningu, Blýmenju, Grá-
menju, Aluminíumbronce o. fl.
Til bíla: Nitro Celiuloselökk, Harpolux,
Harpanol, í ýmsum litum.
Til véla: Vélalökk, margir litir.
Til húsgagna: Nitro Cellulose, glær lökk, Harpanit,
glær húsgagnalökk, Jökull, hvítt
Japanlakk o. fl.