Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 271
Bifreiðar
249
Leiðbeiningar til bifreiðaeigenda.
Benzineyðslan.
Öll vélknúin farartæki þurfa visst
lágmarksrriagn af benzíni, ef þau
eiga að ganga sæmilega. Sumir
blöndungar eru samt sem áðux
þannig stilltir, að þeir flytja hreyfl-
inum meira af benzíni en hann
torgar, svo að hluti af því gengur
ónotaður með loftinu út um blást-
ursrörið. Slíkt ólag á benzíngjöf-
inni er mjög slæmt, þvi af gangi
vélarinnar er ekki hægt að merkja
neitt um það. Þess vegna skulið
þér láta rannsaka gasið frá vélinni
á verkstæði, sem hefur til þess gert
tæki, og ef til vill láta þrengja
opið inn í blöndunginn, jafnvel þótt
þetta verði til þess, að þér verðið
að nota loftgjöfina lítið eitt meira,
fyrst eftir að vélin fer í gang. Á
vélum með innbyggða hraðadælu
» (accelerationsdæla) er auðveldara
að setja vélina í gang, ef áður er
stigið 3—5 sinnum á benzíngjöfina.
Stöðvið loftgjöfina eins fljótt og
hægt er. Bíðið með að kveikja, látið
vélina snúast andartak áður (1—3
sekúndur). Setjið ekki vélina í gang
nema brýstingurinn á smurningunni
sé eðlilegur og hafið gát á þrýsti-
mælinum meðan á akstrinum stend-
ur. Akið eins lengi og hægt er í
hæsta gír. Skiptið ekki niður fyrr
en þér getið gefið bensín án þess
að heyra hrikt í kúplingunni. Á
þjóðvegunum getið þér sparað
benzín með að setja bifreiðina í
frígír og drepa á vélinni, meðan
ekið er niður langar brekkur. í
\t akstri innan bæjar getur oft borgað
sig að setja í frígír um leið og
stigið er af benzíngjöfinni. Varizt
framar öllu að auka hraðann
skyndilega. Það er höfuðskilyrði
fyrir benzínsparnaðinum, að öku-
tækið mæti ekki meiri mótstöðu en
nauðsynlegt er. Ef þér akið oft
sama vegarkaflann, getið þér at-
hugað í hvernig lagi bifreiðin er
með því að aka með vissum hraða
(t. d. 30 km. á klst.), og setja bif-
reiðina því næst í frígír á vissum
stað. Á vegalengdinni, sem bifreiðin
rennur, áður en hún kemur niður
á t. d. tíu km. hraða, getið þér
séð, hversu liðug hún er. Ef heml-
urnar núast við, ef legur eru
skemmdar eða ef hjólin eru of lin,
kemur það x Ijós við slíkar reglu-
bundnar athuganir. — Ef þér takið
benzín við dælu, sem knúin er með
handafli, skulið þér gæta þess, að
slangan sé tæmd; öðru máli gegnir,
ef dælan gengur fyrir rafmagni.
Varizt að láta benzínið renna of
hratt niður í geyminn, svo að það
fari ekki til spillis. Athugið, hversu
mikið benzín þér hafið fengið sam-
kvæmt mælinum á dælunni.
Gúmmínotkunin.
Frumskilyrðiö fyrir því, að hjólið
endist er að hjólbarðinn, slangan
og felgan stemmi hvað við annað.
Framar öllu öðru ber að varast að
nota felgu, sem er of lítil fyrir
hjólbarðann. Það er einnig óheppi-
legt, ef slangan er of lítil. Loft-
þrýstingurinn í hjólhringnum ætti
að minnsta kosti ekki að vera minni
en ákveðið er fyrir viðkomandi bif-
reiðategund. Nú sem stendur er
óhætt að mæla með því, að aka
með 20% meiri þrýstingi en vana-
lega, svo framarlega sem fjaðrir
bifreiðarinnar eru það góðar, að