Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 277
Örstutt yfirlit um íslenzkar fornleifarannsóknir
Upphaf íslenzkrar fornleifafræði
i má rekja til stofnunar Hins íslenzka
fornleifafélags 1879, sem stofnað
var að tilhlutan Willard prófessors
Piskes o. fl. Einn aðalstarfsmaður
félagsins var frá upphafi Sigurður
Vigfússon, umsjónarmaður íorn-
gripasafnsins, og tók hann að ferð-
ast um landið í því skyni að rann-
saka hauga, dysjar, hofa- og bæja-
rústir, enda er svo á kveðið í lög-
um fornleifafélagsins, að tilgangur
þess sé „að vernda fornleifar Vorar,
leiða þær í ljós og auka þekking
á hinum fornu sögum og siðum feðra
vorra“. Alþingi 1881 veitti nokkurt
fé til fornleifarannsókna og eftir
það á ári hverju, og notaði Sig-
urður Vigfússon þennan styrk til
víðtækra könnunarferða um landið
og nokkurra uppgrafta, en ritgerðir
skrifaði hann jafnhárðan um rann-
sóknir sínar í Árbók fornleifafélags-
ins. Hann lagði sérstakt kapp á
rannsókn þingstaða, m. a. sjálfra
Þingvalla, hofa og fornmannahauga,
en var einnig ríkt í hug að sýna
fram á sannfræðilegt gildi íslend-
ingasagna og gerði uppgrefti í þvi
skyni, t. d. í sambandi við Gísla
sögu og Njáls sögu. Með könnun-
arferðum sínum hefur hann, ásamt
Kr. Kálund, lagt grundvöllinn að
sögulegri staðfræði íslands.
Sigurður Vigfússon dó 1892, og
eftir það réð fornleifafélagið Brynj-
ólf Jónsson frá Minna-Núpi til að
rannsaka sögustaði og spyrja uppi
fornleifar, og á næstu 16 sumrum
ferðaðist hann rnn iandið og vann
ötullega að þessu verkefni, enda
hafði hann áður skrifað merkar
ritgerðir um sögulega staðfræði. í
Árbók fornleifafélagsins frá þessum
árum eru fjölmargar ritgerðir eftií
Brynjólf, flest yfirlitsritgerðir, enda
fékkst hann lítt við sérrannsóknir
og uppgrefti. En starf hans er, eins
og Sigurðar Vigfússonar, ómetan-
legt sem undirstaða íslenzkrar forn-
leifafræði. Tvö sumur ferðaðist
hann með Daniel Bruun, sem stór-
virkastur hefur verið útl. manna
um fornleifarannsóknir hér á landi.
Hann rannsakaði hér ýmsar fornar
eyðibyggðir og gerði ásamt Finni
prófessor Jónssyni merka uppgrefti,.
m. a. í kaupstaðnum á Gásum, hof-
tóft á Hofstöðum í Mývatnssveit og
heiðinn kumlateig á Dalvík. Allar'
þessar rannsóknir voru hver ann-
arri merkari, og þær má í iaun
réttri kalla fyrstu fyllilega vísinda-
legu fornleifarannsóknirnar hér á
landi. Daniel Bruun gróf einnig
upp nokkur forn eyðibýli, og með
þeim rannsóknum og uppgröftum
Þorstelns skálds Erlingssonar 1895
hófust rannsóknir á byggingarlagi:
venjulegra bóndabæja. Gróf Þor-
steinn í allmörg eyðibýli, einkum
í Árnessýslu í undirbúnings skyni
undir rannsóknarleiðangur til Vest-
urheims, ef takast_ mætti að finna.
húsatóftir Forn-íslendinga þar.
Með rannsóknum þessara manna.
komst fornleifafræðin á það stig,
að mark hennar varð menningar-
sögulegt, stefnt var að því að láta
fornleifarnar varpa ljósi á kjör og
brag fyrri tíðar manna, en miður
leitað sögulegra minja eins og kapp-
kostað var áður.
Er þjóðminjavarðarembættið var
stofnað (1907) og Matthías Þórð-
arson gerðist þjóðminjavörður