Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 278
256
Fornleifarannsóknir
(1908), tók hann forustuna í is-
lenzkum fornleifarannsóknum. Hef-
ur hann rannsakað mörg forn kuml
og grafið upp bæjarrústir, t. d.
bæ Arnkels goða, Bólstað í Álfta-
firði, og gert nákvæma rannsókn
á Þingvöllum. Árangur þessara
rannsókna má sjá í fjölmörgum rit-
gerðum í Árbók fornleifafélagsins.
Matthías Þórðarson stjórnaði einnig
■hinum mikla rannsóknarleiðangri,
er Danir, Norðmenn og Finnar tóku
þátt í hér á landi 1939. Uppgreftir
þeir fóru einkum fram í Þjórsárdal,
og fundust þar meðal annars hinar
frægu bæjarrústir í Stöng. Um þess-
ar rannsóknir var ritað stærsta verk
íslenzkrar fornleifafræði, „Forntida
gárdar i Island". Til tíðar Matt-
híasar Þórðarsonar teljast einnig
rannsóknir þær, sem aðstoðarmaður
hans, Kristján Eldjárn, hefur gert
á seinustu árum, en meðal þeirra
eru rannsóknir merkilegra heiðinna
kumlateiga, t. d. á Sílastöðum í
Eyjafirði, og bæjaruppgreftir, t. d.
á Þórarinsstöðum á Hrunamanna-
:afrétti. Þá má í vissum skilningi
telja til fornleifarannsókna tilraun-
ir dr. Sigurðar Þórarinssonar til að
árfæra hin yngri eldfjallaöskulög
og ekki síður hinar víðtæku rann-
sóknir Jóns prófessors Steffensen
á beinum heiðinna íslendinga og frá
hinum fyrstu kristnu öldum, en þær
rannsóknir byggjast einvörðungu á
kumlfundum og uppgröftum kirkju-
garða, svo sem Skeljastöðum í Þjórs-
árdal og Haffjarðarey í Eyjahreppi.
Báðar þessar greinar virðast ætla
að verða mjög mikils verðar fyrir
íslenzka fornleifafræði.
Hlutverk fornleifafræðinnar er
annað hér á landi en í þeim lönd-
um, sem byggð hafa verið öldxxm
og árþúsundum áður en sögur hóf-
ust. Engu að síður eru verkefnin
mörg, sem fyrir liggja, og þrátt
fyrir allt, sem hér hefur verið
talið upp, mega íslenzkar fornleifa-
rannsóknir enn teljast á byrjunar-
stigi. Saga ísienzkra torfbygginga
verður aldrei skráð svo að viðhlít-
andi sé, fyrr en gerðar hafa verið
miklu fleiri uppgreftir, og má gera
ráð fyrir, að á næstu árum verði
lagt mest kapp á að kanna sem
flesta eyðibæi sem viðast á landinu.
Söfnin
Landsbókasafnið er opið kl. 10—
12, 1—7 og 8—0 alla virka daga
nema laugardaga, þá kl. 10—12 og
1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2—7 alla
virka daga. Þjóðminjasafnið kl. 1—3
'þriðjudaga, fimmtudaga og sunnu-
daga. Listasafn Einars Jónssonar
kl. 1,30—3,30 á sunnudögum. Bæj-
arbókasafnið kl. 10—12 alla virka
daga nema laugardaga kl. 1—4.
Náttúrugripasafnið opið sunnudaga
kl. 1,30—3, þriðjudaga og fimmtu-
daga kl. 2—3.