Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 279
í
Heklugosið 1948
Heklugos það, sem byrj-
I aði að morgni þess 29. marz
| 1947, var enn í gangi er
árinu lauk og hafði þá var-
| að tveim mánuðum lengur
en næsta gos á undan.
J Hraunrennslið var þó í árs-
j byrjun 1948 orðið áberandi
minna en það hafði verið
j framan af vetrinum. Það
hraun, sem rann eftir ára-
mót, komst lítið sem ekkert
út fyrir eldri takmörk nýju
hraunanna, en hlóðst ofan
á nýhraunin vestur og suð-
vestur af upptökum hraun-
: rennslisins, en þau voru
stöðugt á svipuðum stað, í
850—900 m hæð í suðvest-
urhlíð Heklu, þar sem áður
var Hraungígurinn svokall-
! aði.
, Sprengjugos voru lítil
eftir áramót. Þó myndaðist 5. maí
| lítill sprengigígur neðarlega í hinni
s. k. Axlarbrekkugjá, sem er suð-
vestasti hluti Heklusprungunnar.
Þessi gígur gaus nokkra daga og
hlóð upp litla en vei skapaða gíg-
keilu. Öskufalls varð vart. Gufu-
uppstreymi er enn mikið úr sprung-
unni, allt austur í Toppgíg. En snjór
er þegar á botni Toppgigs og Axlar-
gígs og Axlargígurinn tekinn að
hrynja saman.
Er vika var af maí, hætti hraun-
J rennsli í Heklu svo sýnilegt væri.
Hafði hraun þá runnið án afláts
í rúma 13 mánuði. Samkvæmt
bráðabirgðamælingum þekja hin
nýju hraun nú nærri 40 ferkm.
lands og þykkt þeirra mun sumstað-
ar ailt upp í 100 m. Mun vart of-
ætlað, að rúmmál nýju hraunanna
samanlagðra sé um 1200 milljónir
teningsmetra, eða 1,2 tenings kíló-
metrar. Er það mesta hraun, sem
runnið hefur í íslenzku gosi síðan
Lakahraun brunnu 1783, og eitt hið
mesta sem runnið hefur á jörðinni
á þessari öld. Um tímalengd og
magn gosefna er þetta gos orðið
nær helmingi meira en síðasta
Heklugos.
Jarðhræringar voru fáar og væg-
ar á Heklusvæðinu síðustu mánuði
gossins, en 3. júlí kom jaröskjálfta-
kippur, sem í sumum nærsveitum
Heklu, einkum á Landi og í Holt-
um, var sá sterkasti, sem komið
hefur síðan gosið hófst, og olli
nokkru tjóni.
Snemma í júlímánuði kom í Ijós,
17