Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 280
258
Heklugosið 1948
að á ýmsum stöðum í gömlum
Hekluhraunum vestur af Heklu
streymir upp loft, sem inniheldur
allt upp í 40% kolsýru (C02) og
vott kolsýrings (CO). Mest er upp-
streymið við s. k. Loddavötn, sem
eru smátjarnir við jaðar Næfur-
holtshrauns, um 1,5 km frá nýju
hrauni. Þegar lygnt er, myndast
tjarnir af kolsýru í lægðum kringum
uppstreymisaugun, og skepnur, sem
villast niður í þessar lægðir, hljóta
bráðan dauða. Þetta kolsýruupp-
streymi, sem virðist hafa byrjað um
svipað leyti og hraunrennslið hætti
í maí, hefur nú drepið um 20 fjár,
auk margra fugla og annarra kvik-
inda.
íslenzkar eldstöðvar.
ísland er eitt af merkilegustu eld-
fjallalöndum jarðarinnar. Er það
bæði, að fá landssvæði eru þétt-
settari eldstöðvinn og svo það, að
hér íinnast allar gerðir eldfjalla,
sem nú eru virkar á jörðinni og eru
þær allar virkar hér ennþá nema
gosdyngjur, en þær eru nú hvergi
virkar nema á Hawaiieyjum. Þau
eldfjöll, sem hafa verið virk á ís-
landi eftir síðustu ísöld, liggja flest
á móbergssvæði því, sem liggur frá
Reykjanesi norður mn Þingeyjar-
sýslur. Þetta svæði er gegnumskorið
af sprungum, sem hafa norð-suð-
læga stefnu á Norðurlandl, norðaust-
suðvestlæga á Suðurlandi. Má rekja
þessar sprungustefnur langt norður
í íshaf og suðvestm: í Atlantshaí
eftir neðansjávarhrygg þeim, sem
þar liggur. Þessar sprungustefnur
skerast á Vatnajökulssvæðinu og er
þar nú virkasta eldstöð landsins,
Grímsvötn. Lögun eldfjalla fer eftir
því, hvernig gosopið er lagað
(kringlótt eða aflangt), hvaða gos-
efni koma upp um gosopið (hraim,
gjall, vikur, lofttegundir) og hversu
oft gýs á sama stað. Sé t. d. gosopið
kringlótt, gosefnið eingöngu hraun
og gatið aðeins eitt, myndast eld-
borg (t. d. Eldborg á Mýrum); gjósi
oft hrauni upp um kringlótt gosop,
myndast dyngja (Skjaldbreið,
Trölladyngja o. f 1.). Algengust gerð
íslenzkra eldstöðva er gígaröðin,
sem myndast við ösku eða ösku- og
hraungos úr sprungum. Stærsta
gígaröðin er Lakagígir, um 30 km.
Iöng og með mn 100 gígrnn. Al-
gengir eru sprengigígir, sem mynd-
ast þegar gosefnin eru nær ein-
göngu lofttegundir. Kunnir sprengi-
gígir eru Víti í Kröflu, Kerið i
Grímsnesi og Grænavatn i Krisu-
vík. Eldgjár myndast við hraungos
á sprungur og er Eldgjá norðan
Mýrdalsjökuls þeirra mest. Þá eru og
hér nokkur eldfjöll þeirrar gerðar,
sem algengust er erlendis, en það
er Keilufjallið (stratovnehan, t. d.
Fuji-no-yama), byggt upp af mörg-
um hraun- og vikurgosum úr kringl-
óttu gosopi. Þeirrar gerðar eru Snæ-
fellsjökull, Öræfajökull, Eyjafjalla-
jökull, Helgafell í Vestmannaeyjum
o. fl. Frægasta eldfjall landsins,
Hekla, er s. k. eldfjalla hryggnr,
myndaður við mörg hraun- og vik-
urgos á sömu sprungu.
Margar íslenzkar eldstöðvar eru
jökli huldar og fylgja gosmn í þeim