Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 281
Eldstoðvar
259
hin s. k. jökulhlaup, geysileg vatns-
flóð, sem oft hafa valdið miklu
tjóni. Stærst eru jökulhlaupin ör
Kötlugjá undir Mýrdalsjökli, er
hlaupa undan Höfðabrekkujökli nið-
ur um Mýrdalssand og hlaupin ór
Grímsvötniun, sem hlaupa undan
Skeiðarárjökli niður rnn Skeiðarár-
sand.
Síðan ísland byggðist hafa gosiB
þar um 30 eldstöðvar og er vitað
um nær 150 gos síðan sögur hóf-
ust, en eflaust hefur oft gosið án
þess að sögur fari af, einkum fyrr
á öldum. Margt bendir þó til þess,
að á fyrstu öldum fslandsbyggðar
hafi verið tiltölulega lítið um eld-
gos, a. m. k. öskugos, en að þau
hafi færst í aukana er leið á þjóð-
veldistímann.
Hekla gaus árið 1104 1 fyrsta
skipti síðan sögur hófust, en hefur
síðan gosið 19 sinnum. Auk þess
hefur nokkrum sinnum gosið í ná-
grenni Heklu, siðast 1913 (við
Mundafell og á Lambafit). Mestu
Heklugosin voru gosin 1300, 1693 og
1766—1768. Hafa margir bæir lagst
í eyði, beint eða óbeint, af völdum
Heklugosa. Katla hefur gosið a. m.
k. 13 sinnum, siðast 1918 og hafa
jökulhlaup samfara þeim gosum
eytt þeirri byggð, er til foma var
á vestanverðum Mýrdalssandi. Eyja-
fjallajökull gaus 1612 og 1821. Ör-
æfajökull hefur og gosið a. m. k.
tvisvar siðan sögur hófust. Pyrra
gosið, 1362, var eitt hið stórkost-
legasta er komið hefur á landi hér,
eyddi það Litlahérað með jökul-
hlaupi og vikurfalli. Undir ísmn
Vatnajökuls hefur gosið a. m. k. 40
sinnum siðan sögur hófust. Plest
gosin hafa komið úr Grímsvötmun.
Slðustu aldirnar hefur gosið þar
með um 10 ára millibili, síðasta
öskugosið var 1934. Líklegt er að
Skeiðaxárhlaup fyrr á öldum hafi
eytt að einhverju leyti byggð norð-
ur af Ingólfshöfða.
Úr Lakagígum kom árið 1783 hið
mesta hraunflóð sem runnið hefur
á jörðunni svo sagnir séu af. Því
gosi fylgdi og mikið öskufall, mistur
og blámóðu 1 lofti („móðuharðindi")
og fellir kvikfjár og manna. Þorv.
Thoroddsen telur líklegt að mikið
hraunflóð hafi runnið úr Eldgjá
um 950 og hafi eytt byggð I Álfta-
veri og á austanverðum Mýrdals-
sandi (Dynskógahverfi), en ekki er
sannað að svo hafi verið.
í Öskju: Trölladyngjum, sem nú
kallast Dyngjufjöll, hefur oft gosið
bæði fyrr og síðar. Síðasta stórgosið
I Öskju var árið 1875. Askan barst
til austurs og lagði hluta af Jökul-
dal I eyði um tíma. Sama ár gaus
Sveinagjá á Mývatnsöræfum. Norð-
an og austan Mývatns gusu margar
sprungur á árunum 1724—1730 og
mynduðust þar allvíðáttumikil
hraun.
A Keykjanesfjallgarði og Hellis-
heiði eru margar eldstöðvar og hafa
þar orðið ýms gos siðan sögur hóf-
ust. Þverárhraun er talið myndað
árið 1000 I því gosi, sem frægt er
orðið af tilsvari Snorra goða á al-
þingi I sambandi við kristnitökuna:
„Hverju reiddust goðin þá ...“.
Eldstöðvarnar á Reykjanesi, Trölla-
dyngja og fleiri, virðast einkum hafa
verið virkar á 14. öld.
Við Eldeyju út af Reykjanesi hef-
ur oft gosið á sjávarbotni og hafa
stundum myndast þar eyjar, sem þó
hafa horfið brátt aftur.