Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 282
Skógrækt
„Sá sem gróðursetur tré mun lengi lifa“
Trén eru langlífust alls þess, sem
lifir hér á jörðu. Elztu tré, sem
menn þekkja, eru 3000—4000 ára
gömul, og mörg þeirra eru enn í
fullum blóma. Þótt fáar trjáteg-
undir nái slikum aldri, eru 400—500
ára tré víða mn heim allan, og það
eru aðeins mjög fáar tegundir, sem
lokið hafa fullum vexti á skemmri
tíma en 100 árum.
Fyrir því er Ijóst, að sá, sem sáir
trjáfræi, mun ekki uppskera, en
hins vegar munu niðjar hans í 3.
og 4, lið geta notið góðs af handa-
verkum hans.
Náttúran er lengi að skapa full-
komin gróðursamfélög og þó einkum
hátimbraða skóga, en þeir mynda
hið fullkomnasta gróðrarríki, sem
til er. Skógurinn verndar og hlífir
öðrum gróðri, en jafnframt heldur
hann jafnvægi í náttúrunni svo að
nýtt líf myndast jafnharðan af því,
sem deyr og hverfur til moldar-
innar. Þar, sem skógum hefur verið
eytt um of, hefur jafnvægið horfið,
og þá fer öllu öðru lífi að verða
hætt, hvort heldur það eru bakter-
íur og ánamaðkar moldarinnar eða
dýr merkurinnar. Og manninum
sjálfum verður hætt.
Stór og mikil menningarríki hafa
horfið úr sögunni þegar auðlindir
þeirra þraut. En orsök þess var oft-
ast stórfeld eyðing skóga. Þannig
hvarf Mesopótamía undir sand,
þannig eyddust löndin við Miðjarð-
arhafsbotn, þannig liðu mikil menn-
ingarríki Xndíána í Vesturheimi
undir lok, og stórfelldar skóga-
skemmdir voru ein orsök til hnign-
unar Rómaríkis. Og fátækt og nið-
urlæging íslendinga á miðöldum
stafaði að miklu leyti af skóga-
eyðingu og afleiðingum hennar.
Athugulir menn á öllum öldum
hafa séð og skilið hvaða afleiðingar
rányrkjan hafði í för með sér. Frá
elztu tímum hafa verið til hróp-
endur í eyðimörkinni og varað við
spjöllum á gæðum náttúrunnar, en
nauðsynin hefur knúið mannkynið
til þess að taka ávallt meira en
það gat látið í staðinn. Fyrir því
liggur hnöttur vor undir stórfelldri
eyðingu, sem erfitt verður að bæta
og ef til vill ekki kleift.
í þúsundir ára hafa hirðingjar
búið á hásléttum Asíu og flutzt til
fram og aftur eftir því, hvar mestur
gróður var á hverjum tíma. Nú er
þarna víðast hvar gjöreytt land,
sem er afar strjálbýlt. Oft hafa
hirðingjar þessir tekið sig upp og
hafið miklar herferðir vestur og
austur, svo sem alkunnugt er úr
fornum sögum. Einn af hinum
mestu og vitrustu höfðingjum
þeirra, stórmongólinn Kublai-Kahn,
er vissi lengra en nef hans náði,
myndaði spakmæli það, sem síðar
er frægt orðið og er á þessa leið:
„Sá sem gróðursetur tré mun lengi
lifa“. En þegnar hans fóru ekki
að ráðum hans, og því fór illa fyrir
þeim. Hin miklu mongólaríki Mið-
Asíu liðu undir lok af því að jörðin
sviðnaði undan hófaförum og
klaufasparki.
Frá því að ísland var albyggt
orðið og fram yfir síðustu alda-
mót, hefur gróðurlendi þess sífellt
verið að ganga til þurrðar. Land-
nemamir og afkomendur þeirra