Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 283
Skógrækt
261
röskuðu jafnvægi náttúrunnar með
þeim afleiðingum að nú eru hér
vart yfir 17.000 ferkílómetrar gró-
ins lands, í stað að minnsta kosti
34.000 ferkílómetra á landnáms-
öld. Og það, sem nú er eftir, er
langtum ófrjórra en jörðin var fyrir
1.000 árum. Eins og sakir standa,
vitum vér íslendingar eigi, hvort
eyðingu gróðurlendisins miðar hrað-
ar en uppgræðslunni, en margt
bendir til að eyðingaröflin megi
sín meira. Samt sem áður urðu
straumhvörf í þessum málum upp
úr aldamótunum, er hafizt var
handa um skógrækt og uppgræðslu
örfoka landa. Pju'stu tvo áratugina
upp úr aldamótunum vannst frem-
ur lítið á annað en að allgóð reynsla
fékkst um ýmislegt, sem mönnum
var áður dulið. Meðal annars kom
í ljós, að birkiskógurinn getur víða
rétt ótrúlega fljótt við og myndað
allfallega skóga, líkt og á Vöglum
og Hallormsstað. Ennfremur breið-
ist hann mjög ört yfir land, þar
sem friöunar nýtur. Ýms erlend tré
voru gróðursett, og enda þótt ekki
hafi verið sérstaklega vandað valið
á þeim, er alveg undravert, hve góð-
mn þroska sumar tegundirnar hafa
náð. Og einnig sást, að örfoka lönd
eru fljót að klæðast nýjum gróðri
þegar búféð fær ekki lengur að naga
nýgræðinginn og éta hann upp með
rótum. Og þar, sem skógar eru í
nánd, er björkin meðal fyrstu land-
nemanna, sem breiða sig yfir hin
eyddu lönd. Af því má ráða, að svo
framarlega sem landið fengi algera
hvíld og friðun í tvö eða þrjú hundr-
uð ár, myndi það klæðast skógi á
ný. Yrði það þá aftur eins og Ari
fróði lýsir því: „Viði vaxið milli
fjalls og fjöru“.
En þótt gott væri að fá birki-
skóginn, er slíkt ekki nema brot af
þeim verðmætmn, sem við fengjmn
með barrskógum. En þar sem barr-
viðir vaxa ekki af sjálfsdáðum hér
á landi, verður að fiytja hann inn.
Birkið veitir jarðveginum skjól og
hlíf og ver hann alveg uppblæstri.
Það eykur frjósemi hans og gefur
smávegis við til eldsneytis og nokk-
uð til smíða. En barrtrén eru fyrst
og fremst nytjaviðir, og úr viði
þeirra eru hús byggð, skip smíðuð,
áhöld unnin, pappír gerður og silki
spunnið, svo að nokkuð sé nefnt.
Á norðurhveli jarðar vaxa að
minnsta kosti 9 eða jafnvel 11 teg-
undir barrtrjáa við svipuð veður-
farsskilyrði og eru hér á landi.
Þessi tré má öll flytja til íslands
og rækta til nytja víðsvegar um
land. Auk þess eru um 4 eða 5
tegundir lauftrjáa á þessum sömu
slóðum, sem einnig mætti flytja
hingað til nytja og prýði.
Fyrir því hefur verið unnið að því
undanfarin ár að afla fræs og
plantna af þessum slóðum eftir því
sem kostur hefur verið á hverju ári.
Hér yrði of langt mál að lýsa ár-
angri þeim, sem náðst hefur við
ræktun hinna ýmsu tegunda. Nægir
að skýra frá því, að hann er framar
öllum þeim vonum, sem jafnvel
bjartsýnustu menn gerðu sér. En
þegar menn fara að gera áætlanir
um vöxt og þroska trjáa, verða þeir
að muna, að hvert einasta tré getur
átt þrisvar eða fjórum sinnum
lengra líf framundan en þeir sjálf-
ir, jafnvel þótt þeir lifðu í heila
öld.
Starf þeirrar kynslóðar, sem nú
byggir landið, og störf komandi kyn-
slóða, verður að byggja upp landið