Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 286
264
Ferðalög' og fagrir staðir
þverhníft standberg langleiðis nið-
ur, en undir grösugar valllendis-
brekkur. Að ofan er brún hans nær
lágrétt að sjá, og hamraflugin bæði
austan og vestan sem næst lóðrétt
tilsýndar og víða eggslétt berg. í
góðu skyggni sést núpurinn alla
leið vestan af Höfðabrekkuheiði og
Mýrdalssandi. Hann ber bæöi fram-
ar og hærra en alla aðra núpa
Fljótshverfisins og Síðunnar. Og
austan úr Öræfum rís hann eins
og veggur yfir hallandi frerabreiður
Skeiðarárjökuls.
Þó er Lómagnúpur mikilfengleg-
astur í nærsýn. Þegar maður heldur
austur hlíðargrundirnar frá Núps-
stað, rís hann yfir harla fögru um-
hverfi, hlýlegum, gróðurvöfðum
brekkum og sléttlendiskrika. Og
sunnan hans og suðaustan, úr
Núpshlíðum. Þar sem strandbergið
hefst við ferðamanninn, er hann ef
til vill tröllslegastur, þar gnæfir
hann svo nærri, þessi risi á alfara-
leið.
Einhvern tíma hefur snæköld út-
hafsalda Atlantshafsins skolast um
þennan mikla berghöfða, sem ekki
á sér neinn líka á íslandi, sorfinn
er hann af sæ og gnúður af veðr-
um, en stendur nú langa vegu inn
í landi, við norðvestur jaðar hins
mikla sands. Við rætur Lómagnúps
að austan byltast Núpsvötn, stund-
um ófær sumrum saman. Þau kasta
sér vestur á bóginn, þegar er þau
losna úr aðhaldi bergrisans, senda
jafnvel kvíslarkorn inn með höfð-
anum að vestan og fram með Núps-
staðarengjunum. Suðvestan undir
núpnum var tjörn, sem Lómatjörn
nefndist. Þar yfir hrundi geysileg
bergfilla úr fjallinu um 1790. Hrap-
aði skriða sú nokkuð fram á sand-
inn og fylltl tjörnina. Er hún nú
nokkuð uppgróin, og liggur reið-
vegurinn þar um skriðutangann í
bugðum.
Dettifoss er að sínu leyti eins
frábrugðinn öðrum fossum á íslandi
og Lómagnúpur er ólíkur öðrum
landsins fjöllum.
Hann er — eins og allir vita —
í Jökulsá á Fjöllum, á öræfunum
milli Kelduhverfis og Hólsfjalla-
byggðarinnar.
Frá Jökulsárbrúninni gömlu er
nær 30 km. upp að Dettifossi. Þang-
að norður og niður fellur áin um
hallalitla hásléttu allt frá upptökum.
Þá skyndilega myndast að henni
um 100 m. djúp gljúfur. Þrýtur þau
ekki fyrr en skammt ofan við þjóð-
veginn og fyrrnefnda brú. Jökuls-
árgljúfrin eru firna hrikaleg trölla-
smíð náttúrunnar. Hin mikla elfur
hefur namnast verið ein um að
mynda þau. Er talið, að gljúfrin
séu jarðsprunga, ef til vill mynduð
við jarðskjálfta. Þar, sem þau hefj-
ast, er Dettifoss. Að visu er lágur
foss stuttu ofar, Selfoss. En klettar
þeir, sem að honum liggja, þrjóta
þar neðan við, en áin flýtur fram
á stórgrýttum eyrum, klöppum og
hrauni. Gljúfurklaufin, þar sem
vatnið fellur fram af, er skáliggj-
andi frá suðvestri til norðausturs,
en við vesturhamrana endar hún
í þröngri rauf, beint inn með berg-
inu. Akvegurinn að fossinum liggur
út frá þjóðleiðinni um Hólssand,
austan ár. Hann er um 7 km„
þröngur, grýttur og seinfarinn,
enda er yfir hraun að fara, klappir
og stórgrýttar auðnarbungur. Vest-
an ár er tæplega hægt að telja bil-
fært að fossinum. Fyrir því koma
flestir að honum austan ár. Þar,