Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 289
Tryggingastofnun ríkisins
Tryggingastofnun ríkisins var
sett á stofn samkvæmt lögum nr.
26 frá 1. febrúar 1936 um alþýðu-
tryggingar.
Á árunum 1937—1943 var lögum
þessum oft breytt og voru þýðing-
armestu breytingarnar gerðar með
lögum nr. 72 frá 31. desember 1937,
lögum nr. 92 frá 14. mai 1940 og
lögum nr. 104 og 105 frá 30. des.
1943.
Með lögum um almannatryggingar
nr. 50 frá 1946 var starfsemi stofn-
unarinnar gjörbreytt, og voru al-
þýðutryggingalögin felid úr gildi að
öðru leyti en því, að sjúkrasam-
lögin starfa enn um stund, eða þar
til heilsugæzlukafli almannatrygg-
ingalaganna tekur gildi.
Síðan hefur Tryggingastofnun
ríkisins starfað samkvæmt þessum
lögum og hefur með höndum elli-,
örorku- og slysatryggingar, barna-,
mæðra- og ekknatryggingu og
greiðslu sjúkradagpeninga. Enn-
fremur hefur stofnunin með hönd-
um yfirstjórn allra sjúkratrygginga
meðan sjúkrasamlögin annast þær,
en tekur við þeim ásamt umsjón
með heilsuvernd, þegar heilsugæzlu-
kafli laganna kemur til fram-
kvæmda.
Jafnframt tekur stofnunin að sér
frjálsar slysatryggingar, svo sem
ferðatryggingar og farþegatrygging-
ar í bifreiðum og flugvélum.
Heimili Tryggingastofnunar ríkis-
ins og varnarþing er í Reykjavík,
en skrifstofur og umboðsmenn hefur
hún þar sem bezt hentar og þörf
krefur.
Til bráðabirgða er ákveðið að
sjúkrasamlög í kaupstöðum utan
Reykjavíkur skuli vera umboðsmenn
Tryggingastofnunar rikisins hvert á
sínum stað, og með samkomulagi
við fjármálaráðuneytið og héraðs-
dómara hefur svo um samizt, að
þeir skuli vera umboðsmenn Trygg-
ingastofnunarinnar annarsstaðar.
Þá hafa sjúkrasamlögin á ísa-
firði og Seyðisfirði faiið bæjarfó-
getunum þar umboðsstörf sín.
Símanúmer stofnunarinnar eru í
Reykjavik 1073, 1074, 5420 og 5496.
Skrifstofutími aðalskrifstofunnar í
Reykjavík er alla virka daga frá
kl. 9—12 og 13—17 nema laugar-
daga, þá aðeins frá kl. 9—-12.
Ríkisstjórnin hefur yfirumsjón
með starfsemi Tryggingastofnunar-
innar.
Forstjóri stjórnar stofnuninni, en
tryggingaráð hefur eftirlit með
fjárhag og rekstri stofnunarinnar.
Formaður tryggingaráðs hefur það
eftirlit með höndum daglega.
í tryggingaráði eiga nú sæti:
Gunnar Möller, hrl., formaður,
Brynjólfur Stefánsson forstjóri,
Helgi Jónasson héraðslæknir, Kjart-
an Ólafsson bæjarfulltrúi, og Sig-
fús A. Sigurhjartarson alþm.
Forstjóri stofnunarinnar er Har-
aldur Guðmundsson, fv. ráðherra,
skipaður forstjóri frá 1. apríl 1938.
Sigurður Sigurðsson berklayfir-
læknir hefur með höndmn fram-
kvæmd og forstöðu heilsugæzlu-
mála stofnunarinnar í samráði við
forstjóra og formann tryggingaráðs.
Tryggingayfirlæknir er til bráða-
birgða settur Pétur Magnússon
læknir. Hann hefur gegnt trygg-
ingayfirlæknisstarfi frá 15. maí
1946.